Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 39

Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 39
svar. Ég vildi mikið gefa til að þekkja hana. Taktu hana og líttu betur á hana“. Ég gerði það og sá, að það, sem ég hafði álitið vera tré, var í raun og veru leður, þó það væri orðið framúrskarandi hart af elli. Þetta var stærðar trekt, sem hefur tekið 1—2 lítra. Látúns- gjörð var umhverfis bæði barm- inn og stútinn. „Nú, hvað finnst þér um hana?“ spurði Dacre. „Ég myndi geta þess til, að hún hefði verið í eigu vínsala á miðöldum, ég hef séð leður- krúsir frá seytjándu öld og þær voru álíka harðar“. „Ég held að' tímatalið sé rétt“, sagði Dacre. „Þessi hefur sjálf- sagt verið notuð við að hella í ílát. En ef mig grunar rétt, hef- ur það verið undarlegur vínsali og undarlegt ílát. Tókstu eftir nokkru skrítnu á stútnum?“ Þegar ég skoðaði hana við Ijósið, tók ég eftir, að á að gizka fimm þumhmgum fyrir ofan látúnsgjörðina á stútnum, voru mörg smá för og rispur, eins og höggvið hefði verið í leðrið með bitlausum hníf. „Það hefur einhver reynt að skera í stútinn?“ „Álíturðu það hnífskurði?“ „Það er höggvið og sargað. Það hefur þurft mikið afl til að merkja þetta liarða efni þamiig varanlega, hverskonar áhald sem notað hefur verið. Hvað álítur þú sjálfur um þetta? Ég held þú vitir meira en þú vilt láta uppi“. Dacre brosti og augu hans tindruðu af vísindalegum áhuga. „Eins og þú veiirt, hef ég um- boðsmann, sem stöðugt er á hnotskóg eftir safngripum handa mér. Fyrir nokkrum dögum komst hann að því, að fornsali einn hefði komizt yfir gamalt skran, sem fundizt hefði í skáp í æfagömlu húsi í Latínuhverf- inu. Borðstofan í þessu húsi er skrevtt skjaldarmerki, og rann- sókn hefur leitt í ljós, að það til- heyrði Nicholas de la Reynis, sem var háttsettur lögregluemb- ættismaður í tíð' Lúðvíks fjórt- ánda. Og það er engum efa und- irorpið, að hlutirnir í skápnum eru frá þeim tíma, þar á meðal trektin. Ég geri ráð fyrir, að de la Reynis hafi átt hana. Þessi embættismaður fékkst, að því ég bezt veit, einkum við að framkvæma hinar hroðalegu refsingar þess tíma“. „Og hvað svo?“ „Líttu enn einu sinni á trekt- ina. Sérðu ekki áletrun á henni?“ „Jú, þarna eru hálfmáð strik, það virðist helzt eiga að vera B“. „Já, á því er enginn vafi“. „En ef hún hefur tilheyrt þessum aðalsmanni, hefði átt að standa R“. HEIMILISRITIÐ 37

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.