Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 45

Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 45
konur sé ein og hin sama?“ „Nú kem ég að því. Frásögn- in heldur áfram á því að skýra frá, hvernig áminnst kona hegð- aði sér við réttarhöldin. Hlustið nú á: „Þegar böðullinn nálgað- ist hana, þekkti liún hann strax á böndunum, sem hann hélt á, rétti fram hendurnar og horfði á hann án þess að’ mæla orð“. Hvernig á þetta við?“ „Þannig var það"‘. „An þess að depla augunum stóð hún og horfði á tréhestinn og hringana, sem höfðu snúið upp á svo marga limi og valdið svo miklum kvalaópum. Þegar hún sá vatnsföturnar, sagði hún brosandi: „Allt þetta vatn mun vera borið hingað til að drekkja mér í því? Eg er sannfærð um, að það getur ekki verið ætlun yð'ar, monsieur, að láta svona litla konu eins og mig drekka það allt“. Og svo — á ég að lesa frásögnina um vfirheyrsluna?“ „Nei, nei, gerðu það ekki, fyr- ir alla muni!“ „Bíddu við, hér er ein setn- ing, sem nnin sanfnæra þig um, að þetta er sú hin sama kona: „Hinn góði ábóti, Berot, sem treysti sér ekki til að horfa á pínslir skriftabarns síns, flýtti sér frávita út úr hvelfingunni". Er þetta ekki nóg til að sann- færa þig?“ „Jú, það er augljóst, að það er sama konan. En hver var lnin? Hver var þessi kona, sem var svo aðlaðandi í útliti, en beið' svo hræðilegan dauðdaga?“ Dacre sótti trektina og benti mér á áletrunina. „Við vorum sammála um, að þetta væri markgreifakóróna og stafurinn B“. „Já, rétt er það“. „Nú vil ég, að þú hugsir þér, að stafirnir frá hægri til vinstri séu M. M., d. A.; d. og síðast B“. „Það er rétt, ég get greint tvö d“. „Það sem ég las, var um yfir- heyrslu Marie Madeleine d’Au- bray, markgreifafrú de Brinvilli- ers, einhvers illræmdasta eitur- byrlara og morðingja, sem uppi hefur verið“. Ég sat furðu lostinn yfir þeim sönnunum, sem Daere hafði lagt fram til að skýra það, er við' höfðum séð. Ég niundi nú ýmis atriði um ævi þessarar glæpa- konu. Hvernig hún fórnaði lífi allra ættingja sinna fyrir lítinn ávinning, hvernig hún hafði lengi látið föður sinn þjást, áður en hún loks svipti liann lífi. En ég mundi líka, að hún hafði orð- ið svo vel við dauða sínum, að það bætti mikið um fyrir henni, og að öll París hafði vorkennt henni síðustu andartökin, svo minnstu munaði, að hún yrði gerð að píslarvætti fáum dögum HEIMILISRITIÐ 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.