Heimilisritið - 01.02.1951, Side 52

Heimilisritið - 01.02.1951, Side 52
aldrei annað.“ Eitthvað í svip hans ruglaði hana, og hún bætti við svolítið önug: „Ég skal gjarnan kynna yður fyrir henni, ef þér viljið. Yður mun ef til vill þykja gaman að henni.“ „Já, viljið þér vera svo góð?“ Nú brosti hann innilega og gekk hratt yfir gólfið. Leila var viss um, að hann hefði ekki skilið fullkomlega það, sem hún hafði verið að segja honum. Þegar Leila dansaði nokkru seinna við Harvey forstjóra, hafði hún góðar gætur á Nic- holas og Jessicu, sem stóðu á tali úti við gluggann. Nicholas hló ekki, en talaði rólega, og orð hans voru áhrifamikil. Það sem hann sagði, hlaut að vera mjög skemmtilegt, því að litla alvar- lega andlitið á Jessicu ljómaði, og augun tindruðu. Svo gerð- ist það undarlega. Aðeins tíu dögum eftir samkvæmið hætti Jessica í skrifstofunni, og tæp- lega sex vikum seinna var hún gift. „NÚ DREGST tjaldið frá og síðasti þáttur byrjar/1 sagði Mona og hló við, þegar bíllinn beygði út af þjóðveginum og inn í breið trjágöng. „Jessica gift og hamingjusöm til dauða- dags.“ „Og hún býr í sínu eigin húsi,“ sagði Ellison. „Maðurinn hennar hefur auðvitað sitt eig- ið sjúkrahús í London, en for- eldrar hans gáfu honum þetta hús, þegar þau fluttu til Corn- wall. Það er fallegt en kannske svolítið gamaldags.“ Já, gamaldags er það, hugs- aði Leila, þegar J'essica bauð þeim inn. Sérhver annar en Jessica hefði rekið þjóninn, sem maður gæti haldið að væri frá dögum Victoríu drottningar, og hent þessum dauðleiðinlegu málverkum, sem voru þarna inni. „Komið þið inn í setustofuna, þegar þið eruð búin að taka af ykkur yfirhafnirnar,11 sagði Jessica og brosti vingjarnlega til þeirra. „Því miður gat Nic- holas ekki verið með okkur í kvöld, því að hann er að gera uppskurð.“ Hún brosti til Leilu. „Ég hef búið til cocktail, og ég veit, að bæði þú og Mona kunn- ið að meta slíkt.“ Leilu hryllti við. Hún gat ímyndað sér það sull, sem Jess- ica hefði búið til. Jafnvel hérna, heima hjá henni, var það hægðarleikur fyrir Leilu að láta alla athygli beinast frá Jessicu og að sér. Leila byrjaði strax á því. Hún settist við píanóið, gerði sér upp skelfingarsvip, þegar hún sá nótumar og byrjaði svo að spila síðasta danslagið. Hún söng og 50 HEIMIUSRITIÍ)

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.