Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 53

Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 53
sagði alla brandarana, sem hún hafði á takteinum. Leila var í miðju lagi, þegar hún sá allt í einu mann birtast í dyrunum. Maðurinn var dökk- hærður og greindarlegur. Augu hans mættu augum hennar, þau voru grá. Andartak stóð hún á öndinni. Hún lét samt ekki á neinu bera, hélt áfram að syngja og endaði á háum tón. Síðan hlógu þau öll. Jessica hljóp yfir gólfið- og leiddi manninn inn 1 stofuna. „Þú mátt ekki fara, Hugh, okk- ur þykir gaman að fá þig með í hópinn. Þetta eru vinir mínir af skrifstofunni." Hún kynnti hann. „Hugh Lanchester, vinur Nicks. Hugh er nágranni okkar, þegar hann er heima. Hann er verkfræðingur og býggir brýr víðsvegar í heiminum.“ Leila brosti og lét hönd sína hvíla í hendi hans. Hann leit út fyrir að vera heimsborgari. Maður eins og Hugh gæti ekki haft áhuga á neinum af þeim, sem þarna voru, nema henni sjálfri. Fyrr eða síðar myndi hann laðast að henni, hún þyrfti aðeins að bíða og líta á hann við og við með augnaráði, sem segði honum, að hún skildi vel, hve honum hlyti að leiðast nær- vera Ellisons, væmni Tommys og ósiðir Alberts. Það gat stundum verið þreyt- andi að vera miðpunkturinn í samkvæmi, en í dag var Leila í essinu. Það var þessi maður, sem örfaði hana — íhugult augnaráð hans og fallegt bros hans. Þegar hann í þrengslunum við teborðið, beygði sig niður að Jessicu, til þess að segja henni eitthvað, vissi Leila að hann var að tala um hana. Hún vissi það ósjálfrátt, áður en Jessica leit á hana og kinkaði kolli. Hann var ábyggilega að spyrja hana, hver hún væri og segja, að hann langaði til að kynnast henni. Leila brosti. Hún þurfti aðeins að vera svo- lítið lengur, eftir að hinir gest- irnir voru farnir. Tommy var einasta hindrun- in. Hann hafði hangið utan í Leilu allan daginn og skemmt sér vel að öllum bröndurunum hennar. Nú tók hann í handlegg hennar. „Hvað segirðu um að fara með mér í bíó, þegar við höfum drukkið þetta tegutl?“ Hann leit laumulega á úrið. ... „En sú heppni, ég held að stelpurnar séu að fara.“ „Ég get það ekki í kvöld, og ég fer ekki heldur heim með þér, en þakka þér samt fyrir/1 sagði Leila hirðuleysislega. Hún gekk hægt fram í for- stofuna með hinum. Lykkjufall HEIMILISRITIÐ 51

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.