Heimilisritið - 01.02.1951, Side 55

Heimilisritið - 01.02.1951, Side 55
Eyja ástarinnar Keillandi róman eftir JUANITA SAVAGE Nýjir lesendur geta byrjað hér: Joan er stórauðug stúlka, sem alin licfur verið upp í mesta eftirlæti. Hún cr óspör á að gera karlmenn ástfangna af sér, en snýr þá við þeim bakinu, án þess að skeyta nokkuð um tilfinningar þeirra. Sá síðasti, scm orðið hefur fyrir þcssu, er Hilary Sterling, þegar hann var á ferðalagi í Ameríku. Hilary á heima í Suður-Kyrrahafs- eyjunni Muava og stundar þar perlu- veiðar og kaffirækt. Síðar, þegar Joan er í skemmtiferð með vinum sínum á lysti- snckkju um Kyrrahafið, hittir hún Hil- ary aftur. Þá Iætur Joan enn líklega við hann, en hlær að honum þegar minnst varir. Hilary ákveður nú að sigra hana og koma henni í kynni við hina sönnu ást. Hann lokkar hana með sér út í skipsbátinn og siglir með hana nauð- uga til Muava. Joan sárbiður hann um að flytja sig aftur til vina sinna, býðst jafnvel til að giftast honum ef hann láti að orðum hennar, en það er ekki hægt að hagga ákvörðun hans. Nokkru síðar halda hinir innfæddu eyjarskeggj- ar þcim Hilary og Joan mikla veizlu, scm í augum villimannanna er brúð- kaupsveizla þeirra. Um nóttina er Jo- an að hugsa um að flýja, enda finnst henni framkoma Hilarys mjög auðmýkj- andi fyrir sig. Hún læðist að svefn- herbcrgisdyrum hans og hlerar eftir því, hvort hann muni sofnaður, en þá kem- ur hann skyndilega að henni og segir, um leið og hann tekur hana í faðm sér: „Játaðu nú, að þú óskir að verða mín“. „Nei, nei og aftur nei. Ég óska ekki að verða þín“, sagði Joan æst. „Held- urðu að ég muni Ieggjast svo lágt að bjóða sjálfa mig, hversu mikið sem ég elskaði þig? Ef þú elskar mig . . Hún þagnaði, hún vissi ekki vel hvcrnig hún skyldi koma orðum að því sem hún vildi segja. „Ég má þó halda að þú hafir komið hingað til að fá frekari sannanir fyrir ást minni tjl þín“, sagði Hilary blíð- lega. „En hvað þú ert töfrandi, Joan, hvað andlit þitt e'r dásamlegt í tungls- skininu. Þú líkist lifandi, aðdáanlegri marmarastyttu, lifandi, af því ég finn HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.