Heimilisritið - 01.02.1951, Page 57

Heimilisritið - 01.02.1951, Page 57
Litlu síðar lötraði hún niður að sjó, með handklæði um öxl og Renu á hæl- um sér. Nú vakti koma hennar enga sérstaka atliygli meðal eyjarskeggja, sem byltu sér í vatnsskorpunni, og hún fann heldur ekki tii neinnar feimni, þegar hún kastaði sér til sunds allsnakin. Sundið hressti hana mjög og fyllti hana nýjum þrótti og ánægju, og hún fann sig miklu öruggari, þegar hún gekk hcim að húsinu. Fyrst ég nú veit, að Hilary er ást- fanginn af mér, skal ég fljótlega ná úr honum bannsettum hrokanum, hugsaði hún. Eg má ekki láta hann komast að því að ég elski hann, ekki strax. Fjár- ans leiðindi að það skuli ekki vera ann- ar hvítur maður hér, sem ég gæti daðr- að við og þannig gert Hilary glóandi af afbrýðisemi. Hér kom hin gamla hlið Joan Alli- sons fram á ný. Hún skemmti sér við hugsunina eina, um að láta Hilary ganga á cftir sér með grasið f skónum og koma honum á það stig, er hann lcgði sig í líma við að geta sér til um og uppfylla allar óskir hennar, í einu orði sagt, gera hann að auðmjúkum þjóni sínum, í stað þess að hann ímynd- aði sér nú, að hann væri yfirsterkari. „Ég skal láta hann finna, að hann hefur hagað sér eins og þorpari og farið skammarlega með mig. Og þegar hann er orðinn nægilega iðrandi, ætla ég að segja honum hversu glöð ég sé yfir því að hann elskar mig, og að ég elski hann af öllu hjarta". Þetta talaði Joan við sjálfa sig um leið og hún gekk inn í húsið. Sér til undrunar hitti hún Hilary á svölunum f blettóttum samfestingi og með sígarettu milli varanna. Joan roðn- aði er augu þeirra mættust, en fölnaði aftur er hún uppgötvaði, að Hilary horfði á hana með kuldalegu kæruleysi. Á sama augnabliki hvarf öll hugsun um að daðra við hann, eins og dögg fyrir sólu. „Er nokkuð að, Hilary?“ spurði hún óttaslegin. „Hversvegna horfírðu svona undarlega á mig?“ „Það er ekkert að — býst ég við. Sannast að segja hafði ég alveg gleymt þér“, svaraði Hilary, eins og hann myndi nú fyrst eftir því, að til væri persóna sem héti Joan. „Það var auð- vitað dálítið ókurteist af mér, en ég hef verið önnum kafinn niður við perlu- veiðistöðina. Þú hefur kannske gaman af að heyra, að ég hef fundið þrjár ó- venjulega dýrmætar perlur. Ein þeirra er bæði stór og sérlega fögur, hún er mjög mikils virði. Jæja, var þetta frísk- andi sjóbað?“ „Gleymt mér — varstu búin að gleyma mér?“ sagði Joan og saup hvelj- ur. „Hilary!“ „Já, satt að segja, en Rena minnti mig á þig, því hún gat þess í morgun að þig vantaði föt. Það lítur nefnilega út fyrir að fötin þín hafi horfið á leyndardómsfullan hátt, og að þú verð- ir að notast við náttfötin mín og morg- unsloppinn minn“, sagði Hjlary kæru- leysislega. „Þetta var slæmt, því ég geri ráð fyrir að þú kærir þig ekki um að ganga um í náttfötum og morgunslopp allan daginn. Ég hef þessvegna leitað í vörugeymslunni og held ég hafi fund- ið ýmislegt, sem þú munir geta notað. Það er inni í herberginu þínu. Flýttu þér að hafa fataskipti, því mig er farið HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.