Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 2

Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 2
HÚN Á UM SÁRT AÐ BINDA Svar til „Tvítugrar': — Ég skil vel að þér hafi þótt það sárt, þegar Jonni sagði skilið við þig. En hvað átti hann að gera? Var viturlegt að halda þessu áfram, þangað til það var orðið óslítan- legt eða verra en það? Ekki gátuð þið stofnað heimili með tvær hendur tóm- ar og hann ekki nærri búinn að ljúka iðnaðarnámi? Honum hcfur sjálfsagt þótt það líka sárt, eins og fram kemur í bréfi þínu, og því eigið þið ekki að gera ykkur leik að því að hittast og ýfa upp gömul sár. Ég sk.il líka vcl, að þér þyki skarð fyr- ir skildi og að þú finnir til einmana- kenndar fyrst svona fór. En ég get ekki skilið, að þú sért í alvöni að hugsa um að bindast sextán ára pilti ævilangt, þótt hann geti verið félagi þinn um tíma. Ég myndi að minnsta kosti eindregið vilja ráðleggja þér að skoða hug þinn lengi vel, áður en þú stígur það spor. Ég þykist vita, að Jonni — fyrsta ástin þín — eigi hug þinn allan ennþá, þótt þú eigir vingott við Stebba. En af bréfi þínu merki ég samt óljósan kvíða um framtíð þína með honum, svo Iík- lega væri þér affarasælast að fara hvergi og sjá hvað setur. Fyrsta ástin gleymist fyrr en margir halda. Eva Adams. VINIR EÐA FRÆNDUR? Sp.: I haust er fyrirhugað að dóttir okkar fari til Reykjavíkur í skóla. Syst- ir mín og maðurinn hennar hafa boð- izt til að hafa hana hjá sér í vetur, og sömuleiðis hefur æskuvinur mannsins: talið sjálfsagt að hafa hana á sínu heim- ili. Á báðum stöðunum munum við- auðvitað borga sanngjarnt fyrir uppi- haldið. En við erum í vafa um á hvorn staðinn við cigum að láta hana. Á báð- um heimilunum er æskufólk, og henni mun áreiðanlega líða vel, hvort sem hún verður hjá frændfólkinu eða vina- fólkinu. Hver er þín skoðun á þessu? Móðir. Sv.: Ég hygg, að það sé miklu skyn- samlegra að senda dóttur þína t:l vin- anna. Þar er miklu líklegra að hún aflí sér sjálfstrausts, sem ungu fólki er svo nauðsynlegt, og stækki sjóndeildarhring sinn. Dóttir þín hefur sjálfsagt sína galla eins og aðrir, og bar af leiðandi hefur hún gott af að kynnast nýju fólki og umhverfi, því að cngin þjöl sverfur eins vcl ójöfnurnar af okkur og að umgang- ast ókunnugt fólk. Eðli okkar sam- kvæmt hegðum við okkur öðru vísi hcima en heiman og erum stimamýkri við Pétur eða Pál heldur en okkar nán- ustu. Dóttir þín er líklegri til þess að gera sér dælla við frænku sína en vanda- laust fólk. Ég álít því að dóttir þín myndi mannast meira og hafa betra af dvölinni hjá vinunum en frændunum. Eva Adami. Á BÁÐUM ÁTTUM Svar til „Dórn". — Hvcrs vegna ekki að segja piltinum eins og er? Vertu hreinskilin við hann. Segðu að þú sért í vafa um, hvort þér þyki nógu vænt (Framh. á 3. kápusiðu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.