Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 5

Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 5
Gamla kastalasíkið Spennandi og skuggaleg smásaga, eftir íslenzkan rithöfund, er skrifar undir dulncfninu Ö R N KLÓI. ÞESSI saga, sem ég nú ætla að segja ykkur“, mælti Jerrý Ruston, viS nokkra kunningja sína, þar sem þeir sátu fyrir fram- an snarkandi arineld og tottuSu pípurnar sínar, síSla kvölds í end- uSum októbermánuSi, á heimili Rustons, ,,hef ég eftir afa mín- um sálaSa, og hann hafSi hana eftir afa sínum og eflaust hefur afi hans haft þaS eftir langafa sínum. Sagan er ekki hugljúf ást- arsaga, herrar mínir, rómantík er ekki til í henni, aSeins frásögn af því hversu grimmilega örlaga- nornirnar léku Henrý Ruston, frænda minn, sem þó var dreng- ur góSur og sem engum gerSi mein. Henrý var veiklaSur fyrir hjartanu og mömmudrengur, þrátt fyrir fullorSins-aldurinn. Til aS geta til fullnustu notiS áhrifa sögunnar, herrar mínir, skulum viS hugsa okkur aS viS séum staddir í þröngum fanga- klefa. Einn gluggi er á honum og fyrir honum voldugar járnrimlar. Úti fyrir hamast veSriS, þórdun- urnar drynja án afláts, eldingarn- ar þjóta um himinhvolfiS og regn- iS steypist úr loftinu eins og hellt væri úr fötum. Einn steinbekkur meS hálmlagi, sem grátt teppi er breitt yfir, er úti í einu horninu og á honum situr maSur. ViS hliS hans er annar maSur . . . en hann er hlekkjaSur viS vegginn meS sterklegri keSju og er öSrum end- anum fest um ökla hans. Þessi maSur er aS segja frá, og nú skul- um viS taka vel eftir . . . . . . ,,Nótt eina lá ég vakandi í turnherberginu í gamla Ruston- kastalanum, sem er eign föSur míns. Eg þjáSist meir en endra- nær af hjartasjúkdómi mínum og gat því ekki sofnaS. £g hlustaSi á náttúruöflin, sem fóru hamför- um um himingeiminn. Er ég hafSi legiS þannig drykklanga stund, ýmist rennvotur af svita eSa ískaldur, skreiS ég framúr og klæddi mig. Mér leiS mjög illa, verr en ég mundi eftir aS mér JÚLÍ, 1952 3

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.