Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 9

Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 9
voru gestaherbergin. Ég skal taka það fram, að það fór yfirleitt mjög vel á með þeim hjónunum, og þau unnu hvoru öðru mjög heitt, þrátt fyrir svona orðasenn- ur, sem jöfnuðu sig strax að morgni. Faðir minn var einmitt að bíða efíir að móðir mín kæmi, svo að hann gæti sætzt við hana, en þá uppgötvaði hann, að kastalavörð- inn vantaði, og þrátt fyrir alla leit fannst hann ekki. Ekki bataði það upp, að þerna móður minn- ar kom hlaupandi til hans með úíið flaksandi hárið og skelfing- una uppmálaða á andlitinu og til- kynnti föður mínum, að móðir mín væri ekki í herberginu sínu og að hún fyndi hana hvergi. Faðir minn var örvita út af þessu, því hann hélt að hún hefði farið sér að voða vegna missætt- is þeirra um kvöldið. Var nú haf- in nákvæm leit að kastalaverðin- um og móður minni, en allt kom fyrir ekki — þau fundust hvergi. £g einn hefði getað sagt, hvar hún og kastalavörðurinn voru niður komin, . .. grunur minn frá því kvöldið áður var orðinn að vissu, . . . hræðilegri vissu, sem nísti hjarta mitt eins og járn- krumla. Frávita af ótta og sorg, því eng- in í öllum heiminum var mér jafn kær og móðir mín, flýtti ég mér upp í herbergið mitt . . . og grét beisklega. Eg kastaði mér upp í rúmið mitt og hlýt að hafa sofnað, því þegar ég loks komst aftur til sjálfs mín, var orðið mjög skuggsýnt. £g var kaldur, stirður og útgrát- inn. Eg hafði legið aðeins stutta stund og reynt að hugsa skýrt og rökrétt, sem mér reyndist ókleift, því atburðirnir komu upp í huga mér hver öðrum hryllilegri og gerðu mig örvita af ótta og hryggð, þegar ég heyrði allt í einu að barið var á dyrnar hjá mér. Kaldur og stirður brölti ég fram- úr og opnaði dyrnar . . . en þar var enginn, aðeins myrkrið svart og hrollvekjandi, sem þrýsti sér út í hvert skot og hverja smugu. Eg skjögraði inn, eftir að hafa skotið slagbrandinum fyrir dyrn- ar, og lagðist fyrir aftur. Eg var rétt að festa blund, er mér heyrð- ist aftur vera barið, nú mun hærra en fyrr, og mér heyrðist ég heyra hásann draugalegan hlátur, sem bergmálaði ömurlega í kyrrðinni. Fyrst í stað lá ég kyrr, náfölur af skelfingu, en er þetta endurtók sig í sífellu þoldi ég ekki lengur mátið heldur stökk framúr, hálf-kjökrandi af ótta og skjögrandi af óstyrk. £g flýtti mér að þrífa gamla byssuhólkinn, sem ég hafði drepið gamla kast- alavörðinn og fyrri mann móður JÚLÍ, 1952 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.