Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 9
voru gestaherbergin. Ég skal taka
það fram, að það fór yfirleitt
mjög vel á með þeim hjónunum,
og þau unnu hvoru öðru mjög
heitt, þrátt fyrir svona orðasenn-
ur, sem jöfnuðu sig strax að
morgni.
Faðir minn var einmitt að bíða
efíir að móðir mín kæmi, svo að
hann gæti sætzt við hana, en þá
uppgötvaði hann, að kastalavörð-
inn vantaði, og þrátt fyrir alla leit
fannst hann ekki. Ekki bataði
það upp, að þerna móður minn-
ar kom hlaupandi til hans með
úíið flaksandi hárið og skelfing-
una uppmálaða á andlitinu og til-
kynnti föður mínum, að móðir
mín væri ekki í herberginu sínu
og að hún fyndi hana hvergi.
Faðir minn var örvita út af
þessu, því hann hélt að hún hefði
farið sér að voða vegna missætt-
is þeirra um kvöldið. Var nú haf-
in nákvæm leit að kastalaverðin-
um og móður minni, en allt kom
fyrir ekki — þau fundust hvergi.
£g einn hefði getað sagt, hvar
hún og kastalavörðurinn voru
niður komin, . .. grunur minn
frá því kvöldið áður var orðinn
að vissu, . . . hræðilegri vissu,
sem nísti hjarta mitt eins og járn-
krumla.
Frávita af ótta og sorg, því eng-
in í öllum heiminum var mér jafn
kær og móðir mín, flýtti ég mér
upp í herbergið mitt . . . og grét
beisklega.
Eg kastaði mér upp í rúmið
mitt og hlýt að hafa sofnað, því
þegar ég loks komst aftur til sjálfs
mín, var orðið mjög skuggsýnt.
£g var kaldur, stirður og útgrát-
inn. Eg hafði legið aðeins stutta
stund og reynt að hugsa skýrt og
rökrétt, sem mér reyndist ókleift,
því atburðirnir komu upp í huga
mér hver öðrum hryllilegri og
gerðu mig örvita af ótta og
hryggð, þegar ég heyrði allt í einu
að barið var á dyrnar hjá mér.
Kaldur og stirður brölti ég fram-
úr og opnaði dyrnar . . . en þar
var enginn, aðeins myrkrið svart
og hrollvekjandi, sem þrýsti sér
út í hvert skot og hverja smugu.
Eg skjögraði inn, eftir að hafa
skotið slagbrandinum fyrir dyrn-
ar, og lagðist fyrir aftur. Eg var
rétt að festa blund, er mér heyrð-
ist aftur vera barið, nú mun
hærra en fyrr, og mér heyrðist
ég heyra hásann draugalegan
hlátur, sem bergmálaði ömurlega
í kyrrðinni. Fyrst í stað lá ég kyrr,
náfölur af skelfingu, en er þetta
endurtók sig í sífellu þoldi ég
ekki lengur mátið heldur stökk
framúr, hálf-kjökrandi af ótta og
skjögrandi af óstyrk. £g flýtti mér
að þrífa gamla byssuhólkinn,
sem ég hafði drepið gamla kast-
alavörðinn og fyrri mann móður
JÚLÍ, 1952
7