Heimilisritið - 01.07.1952, Page 24
illa fer. Hvernig er efnahagurinn,
og hvernig ættu þau annars að
sjá fyrir barni ? Hvað veizt þú
um hann og þig sjálfa og getn-
aðarvarnir; skrifið Landsamband-
inu fyrir upplýsingar um kynferð-
ismál ! Að lokum : ekkert er vit-
anlega ánægjuríkara en ástaratlot
með þeim, sem manni þykir vænt
um — en eftirleikurinn getur orð-
ið sár! Iðkið í þess stað sport,
farið á reiðhjóli og skíðum, og
langar gönguferðir, skemmtið
ykkur saman á þann hátt, sem
beinir huganum í aðra átt. . . .
Og svo áfram í sama stíl. Það
er erfitt annað en verða snortinn
af tóninum í bréfum þessara ást-
föngnu telpna, en það er líka
þungbært að verða að hugsa um,
hvernig að líkindum fer, og
hvernig þá svíður í hið sautján
ára hjarta. Reiði grípur oft og
einatt þá Karin Walli, sem les
þessi bréf. Svei ykkur strákaorm-
ar, hugsar hún, hafið þið aldrei
heyrt talað um neitt, sem heitir
riddaraskapur, blíða, tillit til sak-
leysi og hreinleika . . . ? Nei,
ekki á þessum aldri.
En það undarlega og gleði-
lega er, að þegar unglingsstúlka
verður barnshafandi og er yfir-
gefin, þá finnur hún oft riddara-
skap hjá öðrum manni. Það er
langt síðan ég hætti að verða
hissa, þótt ég fengi bréf frá van-
færum, ógiftum stúlkum, sem
höfðu fundið mann, ríkan af
kærleika og löngun til að hjálpa,
sem bauð þeim hjónaband, eða
að minnsta kosti heimili fyrir
þær og barnið. Hvernig síðan
hefur farið, er ekki gott að vita.
En það er staðreynd, að ungi,
sænski maðurinn í þeim þjóðfé-
lagsstéttum, sem lesa Hela
Várlden, þótt hann sé miskunn-
arlaus í kröfum sínum til kven-
fólksins, er oft jafn undarlega
göfugur og riddaralegur gagnvart
þeirri stúlku, sem náungi hans
hefur yfirgefið. Það mun vera
sjaldgæft meðal hinna betur settu
í þjóðfélaginu, að maður verði
ástfanginn af stúlku, sem er
barnshafandi eftir annan mann.
En það er engin nýlunda í bréf-
unum til Karin Walli . . .
,,I fyrrasumar kynntist ég
stúlku, sem heitir Greta, og við
unnum í sömu deild í verksmiðj-
unni. Eg heyrði hjá félögum okk-
ar, að hún hefði verið trúlofuð
og að hún væri með barni og að
unnustinn hefði verið vondur við
hana og rekið hana út úr her-
berginu, þar sem þau bjuggu,
svo hún varð að ganga um göt-
urnar alla nóttina. Dag einn fékk
hún aðsvif í verksmiðjunni, og
það var ég, sem sá það fyrstur.
Hún datt, og ég hljóp til með vot-
an klút til að leggja við ennið á
22
HEIMILISRITIÐ