Heimilisritið - 01.07.1952, Qupperneq 30
eftir því ?“
..Auðvitað. Þess vegna set ég
upp svo sniðugan svip, að í aug-
um blóðsugunnar lítur út eins og
ég brosi töfrandi, en þú sérð mig
á vangann og greinir aðeins kurt-
eislegt leiðindabros. Þetta tekst
svo vel, að þú skammast þín fyr-
ir tortryggnina. Hún, sem ekki
hefur grun um þessi brögð, seg-
ir : ,,Hér er svo margt fólk. Get-
um við ekki hitzt annars staðar.
Hvað segirðu um að við hittumst
á miðvikudagskvöldið ? Við tvö
ein . . .“
,,Allt í.þessu fína,“ segi ég,
og svo hitti ég hana á miðviku-
dagskvöldið. Eg tek út allt spari-
féð okkar til að geta boðið henni
í verulega fínt veitingahús. Eg
veit vel, að ég er ekki beinlínis
ástfanginn, heldur heillaður, og
ég reyni af heilum hug að sigr-
ast á töfrum hennar, til þess, ef
hægt væri, að bjarga leifunum
af hjónabandi okkar. Og spari-
fénu. En hún pantar meira og
( meira, svo verður mér ljóst, að
allt er vonlaust. Með síðustu, ör-
væntingarþrungnu hugsuninni
um konu og börn, gefst ég upp.“
,,Af hverju börn ?“
,,Börnin, sem við annars hefð-
um getað eignazt,“ sagði Tim
dapurlega. ,,Og þannig skeður
þessi ógæfa, sem leikandi hefði
verið hægt að forðast. Einungis
af því, að þú lézt undan mein-
fýsnum duttlungum og rakst mig
úr rúminu og hafðir af mér morg-
undúr, er líf okkar eyðilagt og all-
ar vonir að engu orðnar."
Eva stakk hendinni undir
sængina og kleip í Tim. ,,En þú
hefur auðsjáanlega átt of annríkt
við að viðra þig upp við þessa
kvensnift, til þess að taka eftir
því, að ég talaði U\a við mann.
Háan, íþróttamannslegan hálf-
guð, liðugan sem jagúar og með
leikandi vöðva undir ólastanleg-
um, fyrsta flokks klæðskera-
saumuðum kvöldfötum. Liðað,
ljóst hár. Hlæjandi, blá augu.
Og með glæsilegt ör niður eftir
skapfestulegri hökunni. Hann
hefur verið flugmaður, og . . .“
,,0, ég held ég kannist við
hann!“ Tim teygði sig til Evu
og kleip hana, en hallaði sér svo
í skyndi aftur á sitt flet. ,,Hann
er hár og horaður, með vatnsblá
augu og upplitað hár ? Slarkari,
get ég sagt þér. Eftirlýstur í 16
löndum fyrir fjölkvæni og víxla-
fölsun.“
,,En kvennagull! Og svo fynd-
inn, með rödd eins og sellótón-
ar. . . .“
,,Eða hárgreiða. Heldurðu að
mér detti í hug að fara í kokk-
teilsamkvæmi, þar sem ég get
átt á háettu, að konan mín kynn-
ist öðrum eins hrappi?“
28
HEIMILISRITIÐ