Heimilisritið - 01.07.1952, Side 32

Heimilisritið - 01.07.1952, Side 32
kaffisopanum. Hún sat og starði fram fyrir sig meðan hún hrærði í bollanum. Svo sagði hún í upp- gerðarkæruleysistón: ,,Ég get vel skilið, að það hljóti að vera dásamlegt að kynnast svona heill- andi fegurðardís.“ Hún hló hik- andi. ,,Allir karlmenn eiga víst sína dagdrauma." Tim leit á hana. ,,ÞaÖ veit ég sannarlega ekki.“ ,,Jú, þú skilur, jafnvel þó að þeir séu aldrei nema hamingju- samir í hjónabandinu,“ bætti hún við í flýti. ,,ÞaS hlýtur víst að vera dásamlegt fyrir karlmann, að kynnast slíkri dís, laust við allt gaman. ÞaS eitt, að tala við hana, hlýtur . . .“ Tim brosti og hristi höfuðið. ,,Þetta er alveg nýtt heimsmet í kvennarökvísi. AS vera afbrýði- söm út af kvenmanni, sem ekki er ,til!“ . . . Eva yppti öxlum. ,,Eg veit reyndar ekki,“ sagði hún íbygg- in. „Ekki var þaS ég, sem fann hana upp. ÞaS varst þú. ÞaS var það fyrsta, sem þér kom í hug við tilhugsunina um kokkteilboð- ið. Og það er alltaf einhver á- stæða fyrir slíkum dagdraumi. Þeir ljósta upp leyndri óánægju okkar og leynilegum óskum.“ „BlessaSur sálrýnandinn!“ Hann hló og tók utan um hana. „Gleymdi ég að segja, að þegar hún settist og laut naér mér, sá ég að hrafnsvörtu lokkarnir voru morandi í flösu. Og hveljurnar, sem ég saup, þegar hún kom nær, stöfuðu af því, að fýlan af ilm- vatni hennar var aS kæfa mig. Þegar hún talaði, endaði einn hörputónninn í ropa, og ég hef sterkan grun um, að hún hafi haft gervibrjóst.“ ,,Þú aðgættir það ef til vill ?“ „Einmitt. Og hvílík von- brigði.“ Hann kyssti Evu á öxl- ina. ,,Fögur var hún vissulega. En ekki þrifin e^S sama skapi. Og að hverju hefur öll mín viðleitni stefnt ? AS fá að vera hér kyrr. Hefur þér ekki skilizt, aS ég kýs fremur að vera hjá þér og lesa Lesbókina og Heimilisritið. en vera hjá henni án þess að hafa nokkuð aS lesa hjá henni ? Jæja, og hvað sannar þér þetta svo ?“ ,,AS þú ert að verða ósköp lat- ur og gamall.“ ,,Eg vil bara sanna þér, aS þú ert mitt eina lífsins kóngaljós.“ Tim kyssti hana aftur á öxlina. ,,En þú vilt ekkert annað en þetta kokkteilboð ?“ Eva var hugsandi á svip. Svo brosti hún til hans. ,,0, ég veit reyndar ekki. Eg hugsaði bara að . . .“ ,,ÞaS eru nokkrar flöskur í ís- skápnum. ViS getum fengið okk- ur kokkteil í rúmiS. Svo blæs ég 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.