Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 37
augu, sem geta . . .
] þessu dó á eldspýtunni, og nú
var ekkert ljós nema glóandi end-
arnir á sígarettum þeirra.
,,Þér eruð blátt áfram falleg,“
sagði Jeff svo. ,,Ég skil sannar-
lega ekki, að þér skuluS hafa
fengiS aS lifa án þess aS vekja
eftirtekt. En viS skulum skjótlega
ráSa bót á því . . . ég veit ná-
kvæmlega,' hvernig á aS gera
það. ÞaS verður bara að gera yð-
ur á einhvern hátt leyndardóms-
fulla. Hvað viljið þér helzt ? Eig-
inmann, sem fæst viS kvikmynd-
ir og heíur yfirgefið yður vegna
einhverrar blóðsugu ? ESa hvað
segið þér um — en áður en við
höldum lengra, verð ég að fá að
vita, hvort þér eruS gift, trúlofuð
eSa hvort yður hefur veriS refs-
aS á annan hátt.
,,Nei, ekkert af þessu, og ég
þjáist ekki heldur af óhamingju-
samri ást,“ sagði hún hlæjandi.
,,HvaS segið þér um að vera
kvikmyndastjarna ?“
,,Heldur það en að eiga and-
stvggilegan eiginmann. Ég hef
alltaf haft mikinn áhuga á leik-
sviðinu.”
,,Nú, þér hafið kannske auk
þess fengizt við að leika í hjá-
verkum ? Nú skal ég segja yður
nokkuð, ég er hérna líka í fríi, og
ég hefði gaman af að koma þessu
í kring. HvaS heitið þér?“
,,Ósköp algengu nafni: Mary
Burn.“
,,Slíkt nafn dugar ekki! ViS
skulum sjá. Mary má breyta í
Marina, og Burn verður svo að
Murina. Marina Murina . . . Það
hljómar prýðilega ! Og svo verð-
um viS að útvega yður fortíð . . .
O, þér þurfið ekkert að óttast.
AuSvitaS þarf það ekki aS vera
sfyuggaleg fortíð, en eigum við
að segja beggja blands ? Annað-
hvort getið þér verið ung, töfr-
andi ekkja, eða fögur, fráskilin,
ung frú, en þaS er heldur ekkert
því til fyrirstöðu, að ég geti út-
búið sorglegt ástarævintýri fyrir
yður.“
,,Nei, umfram allt ekki neitt
sorglegt,“ sagði hún og hló. ,,Þér
vitið þó, að ég er komin hingað
til aS skemmta mér. En úr því
þér vitið, að ég hef áhuga á leik-
list, því þá ekki að segja, að ég
sé leikkona ?“
,,Jú, auðvitað. Þér eruð ekki
græn ! Jæja, þér eruð komin af
ítölskum greifa og írskri greifa-
dóttur ! Þér hafið unnið stórkost-
lega leiksigra í Ameríku, en ef
einhver spyr, hvers vegna þér
leikið ekki nú sem stendur, þá
er ástæðan sú, að þér hafið of-
reynt taugarnar og sérfræðingur
yðar hefur bannað yður aS leika
í bili. En þér eruð í þann veginn
að ná yður aftur, og þegar ég er
JÚLÍ, 1952
35