Heimilisritið - 01.07.1952, Page 38

Heimilisritið - 01.07.1952, Page 38
búinn að ráða yður sem kvik- myndaleikkonu, eruð þér orðin alheilbrigð !“ ,,Segið mér, eruð þér kvænt- ur?“ spurði Marina Murina með Iítilsháttar andköfum, og þegar hann hristi höfuðið, hélt hún á- fram: ,,Nú, það var sannarlega gott fyrir konuna, sem þér eig- ið ekki! Því þér eruð svo fljótur að búa til sögur, að það er blátt áfram óhugnanlegt!“ UM ÞAÐ bil hálfuTi mánuði seinna iðraðist Jeff Taylor sár- lega, að hann skyldi hafa tekið þetta verk að sér. Að vísu hafði það heppnazt framar öllum von- um, og hótelið hafði bókstaflega risið upp á annan endann, þeg- ar það spurðist, að það væri hin fagra kvikmyndastjarna Marina Murina, sem reyndi að dvelja þar í kyrrþey undir nafninu Mary Burn ! Enginn vildi viðurkenna, að hann kannaðist ekki við nafn- ið Marina Murina ! Því meir sem hin dásamlega Marina reyndi að einangra sig ásamt frænku sinni, því áfjáðari urðu menn í að kynn- ast henni og votta henni aðdáun. Og samt iðraðist Jeff sárlega. Því hann uppgötvaði brátt, ■ að hann var orðinn ástfanginn upp fyrir bæði eyru í ,,vöru“ sinni. Það hafði gengið eins og fing- ur í þumal að búa til litlu snjó- kúluna, sem brátt valt af stað og hlóð utan á sig, svo nú var að verða úr henni snjóflóð. Eftir fyrsta samtalið við Mary — nú Marina — gekk Jeff inn í barinn og settist við hliðina á ungum manni, sem hann fyrr um daginn hafði séð aka í afarlöngum og glæsilegum bíl. Þegar Marina samkvæmt áætlun gekk framhjá barnum litlu seinna, sagði Jefí: ,,Hvað hún er dásamleg . . . það er ítalablóðið, sem segir til sín !“ Hinn leit undrandi á Jeff. „Hvaða ítalablóð ? Hver er það, sem þér eigið við?“ ,,Marina Murina, auðvitað. Sá- uð þér hana ekki ? O, þér kann- ist ef til vill ekki við hana og vit- ið ekki, að hún býr hér undir dul- nefni. Mary Burn kallar hún sig.“ ,,Mary Burn . . . Marina Mur- ina?“ endurtók hinn ringlaður. ,,Já, hún hefur reyndar aldrei leikið hér, en í Suður-Ameríku slást þeir um að fá miða að sýn- ingum hennar. Og kvikmyndirn- ar hennar eru líka framúrskar- andi . . . já, þér hafið þó líklega séð hana í mynd ?“ ,,Já . . . jú . . . auðvitað. Seg- ið mér, þér vilduð víst ekki vera svo vinsamlegur að kynna okk- ur - . . ég myndi verða yður þakk- látur. Ég heiti Farwot Ritley." „Gleður mig . . . Jeff Taylor !“ 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.