Heimilisritið - 01.07.1952, Side 42

Heimilisritið - 01.07.1952, Side 42
þegar fyrsta skelfingaróp hennar kvað við. Það var hrópað og hlaupið . . . svo kvað við annað óp um hjálp. Jeff, sem hafði horft á þetta með ánægjubrosi, hrökk við. Það hljómaði næstum alltof eðlilega. Ritley leit skelfdur á Jeff. ,,Flýtið yður!“ hrópaði Jeff. ,,Syndið fram og bjargið henni!“ En Ritley skildi auðsjáanlega ekki, að Jeff hafði ætlað honum hlutverk í leiknum. Hann stóð hikandi og horfði út á sjóinn. Jeff tók að gerast áhyggjufullur. Brimið var orðið ískyggilegt, og það voru engir að synda aðrir en 'Marina. 1 þessu sást aftur til hennar, og allt í einu skildist Jeff, að þetta var enginn leikur af hennar hálfu, heldur alvara. A næsta andartaki hajFði hann fleygt af sér jakka og skóm og synti fram til hennar með löng- um, öruggum tökum. Aður en hann komst til henn- ar, hvarf hún aftur, en Jeff stakk sér og náði henni upp á yfirborð- ið, þótt hún berðist um sem óð væri til að losa sig. ,,Elskan . . . vertu róleg! Það er ég, Jeff. Nú ertu örugg.“ Hún var hálf meðvitundarlaus og hélt í hann dauðahaldi, og það gerði honum erfiðara fyrir. Honum tókst að losa aðra hönd- ina og svo sló hann hana undir hökuna, svo hún varð alveg mátt- laus. Síðan synti hann til lands með hana og veittist það létt, því öldurnar hjálpuðu til. Hann leit niður á andlit henn- ar . . . á munninn, sem var föl- ur . . . og svo kyssti hann hana. Það var að vísu saltur koss, en honum fannst hann samt unaðs- legur. ,,Eg elska þig,“ hvíslaði hann og kyssti hana aftur. Þegar hann kom í fjöruna, buðust margar á- kafar hendur, sem hjálpuðu hon- um að bera Marina upp í sand- inn. Hún var aftur tekin frá hon- um, en hann hafði þó kysst hana. ÞAÐ leið klukkutími áður en þau gátu aftur talazt við í ein- rúmi. ,,Mér þykir leitt, að ég skyldi slá svona fast,“ sagði Jeff afsak- andi. ,,En það var nauðsynlegt að gera þig alveg meðvitundar- lausa.“ ,,Það tókst nú samt ekki,“ sagði hún brosandi og neri sára hökuna. ,,Tókst ekki ? Já, en þá . . .“ ,,Já, þá uppgötvaði ég, að aug- lýsingar eru ekki mikilvægastar af öllu . . . því þessi koss hefur víst ekki eingöngu verið ætlaður áhorfendunum ?“ sagði hún hlæj- andi. Jeff var ekki seinn að sannfæra 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.