Heimilisritið - 01.07.1952, Page 43
liana um, að hann kysi helzt aS
kyssa án áhorfenda.
Skömmu seinna sagði hann :
,,Ég er nú samt dálítið hreyk-
inn af að hafa breytt þér svona
gersamlega. hvar er nú litla ó-
framfærna stúlkan, sem langaði
til aS fá að vita, hvernig maður
sigrast á feimninni ?“
,,Hún situr í lesstofunni,“
svaraði Marina hlæjandi, og þeg-
ar Jeff skildi ekki upp né niður,
bætti hún við : ,,ÞaS var ekki ég
sjálf, sem ég átti við kvöldið
góða, þegar ég bað um ráð. ÞaS
var frænka mín, sem mig langaði
að hjálpa.“
,,Hvers vegna leiðréttir þú
ekki misskilning minn ?“
,,Af því ég er í raun og veru
leikkona og langaði að komast í
kvikmyndirnar. Mér fannst það
prýðileg hugmynd, að þú aug-
lýstir mig, en ég var hrædd um,
að þú myndir missa áhugann, ef
þú vissir, að ég væri ekki þessi
feimna, óframfærna vera.“
,,Og af hverju fékkstu bætt
inn í þessu ákvæði um giftingu ?“
,,Af því ég vonaði, að auglýs-
ingamaður minn kynni að fá á-
huga fyrir mér, öðruvísi en
,,vöru.“
Jeff sýndi henni ótvírætt hvers
konar áhuga hann hefði á henni,
og milli tveggja kossa hvíslaði
hún:
,,Mér er orðið vel ljóst, að það
borgar sig að auglýsa!" *
Vinalausir menn
Sumt fólk cignast aldrei vini. Hvaða
menn eru það? — Það eru þeir, sem
hafa sjálfir ekki eiginleika til að vera
vinir. Það er ekki af því að þeir séu
lciðinlegir eða ófélagslyndir og ekkv
heldur vegna þess að þeir séu særandi
— þeir hafa ef úl vill þvert á móú
marga ágæta ciginleika, sem vekja gleði
hjá þeim, er kynnast þeim. En það er
<eitt, sem er áberandi í fari þeirra, og
sem skyggir á allar hinar góðu hliðar
þein-a: Þeim er alveg sama um náung-
ann og kæra sig kollótta um hvað hugs-
að er um þá. Þeir sýna engan gleðivott,
þegar maður hittir þá; og þegar maður
kveður þá, finnst manni þeir vera engu
ver settir án manns. Það er eiginlega
ekki hægt að segja að þeir séu óelsku-
legir eða annars hugar; þeir eru bara
uppteknir af sjálfum sér og þeirra eigin
hugarheimi, og þú og ég erum aðeins
tilviljunarkenndir hlutir, er þeir geta
notað til þess að hvetja eða örfa sínar
dýrmætu hugsanir á. (Villiam Hazlitt).
JÚLÍ, 1952
41