Heimilisritið - 01.07.1952, Page 45

Heimilisritið - 01.07.1952, Page 45
Eitt glas í viðbót Smásaga eftir E. E. ROBERTS BILL RAMSEY lét fara vel um sig í leigubifreiðinni, sem ók hon- um heim til ungfrú Parker. Hann hlakkaði ósköpin öll til að hitta hana á ný. Það voru, látum okk- ur sjá, a. m. k. orðin fimmtán ár síðan hann sá hana síðast. Hún hafði kennt honum í menntaskól- anum. Hvað skyldi hún annars vera orðin gömul ? Hann taldi á fingrum sér; nú var hann búinn að vera þrjú ár í háskólanum, þar áður fjögur ár í herþjónustu, þar á undan eitt ár í háskólanum og svo var menntaskólinn . . . Það hlutu að vera ein fimmtán ár síðan. Hvað aetli hún sé þá gömul núna ? Við skulum gera ráð fyrir, að hún hafi verið liðlega tvítug í menntaskólanum. Nú, þá er ekki langt í fertugsafmælið hennar. En þrátt fyrir aldúrinn, þá má vel vera að enn eimi eitt- hvað eftir af æskutöfrunutn. Hann mundi svo glögglega, hvernig hún leit út í gamla daga. Hvílík fegurð og yndisþokki! Það var engin furða þótt þeim Hún hafð kennt honum i menntaskólanum, og nú var hann að heimsækja hana ..- strákunum gengi illa að festa hugann við skruddurnar. Hann mundi vel dreymnu, brúnu aug- un hennar og brosiS, það átti eng- inn annað eins bros og hún. Ef nokkur hafði nokkurn tíma elsk- að, þá var það hann. Þarna hafði hann setið við púltið — þau tvö., þau tvö, alein. Þegar dyrabjallan hringdi, sat ungfrú Parker í sófanum og las í bók. Hún lagði frá sér bókina, tók af sér gleraugun, þerraði hvarmana og stóð að því loknu upp og gekk fram í anddyrið og studdi á hnappinn, sem lauk upp útidyrunum niðri. Frá því hann hringdi til henn- ar, um þrjú-leytið, hafði hún sífellt verið að reyna að koma honum fyrir sig. Eftir mikil heila- brot gat hún loks kallað fram í hug sinn þokukennda mynd af Bill Ramsey. Mynd af kubbsleg- um, feimnum strák, sem ógerlegt var að troða nokkru nýtilegu í hausinn á. Ef hana misminnti ekki þá hafði hann farið stórlega JÚLÍ, 1952 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.