Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 47

Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 47
reyndi án árangurs að muna eftir blómasendingunni. ,,Auðvitað man ég eftir því, Bill,“ Hún rétti til hans sígarett- urnar. ,,Þér reykið auðvitað ?“ Hann fékk sér sígarettu og brosti. ,,Það er skrítið að sjá yður reykja, ungfrú Parker,“ sagði hann. ,,Eg vissi ekki að þér reyktuð." ..Auðvitað vissuð þér það ekki.“ Hún brosti kankvíslega. ,,Eg geri sitthvað fleira. Má ekki bjóða yður glas af viskí?“ Meðan hún var að blanda drykkinn frammi í eldhúsi, gekk hann um gólf þungt hugsi. Hún hlýtur að hafa verið rúmlega þrí- tug, þegar hún kenndi mér, en ekki tvítug eins og mig minnti áðan. ,.Og hættið þér að kalla mig ungfrú Parker,“ hrópaði hún út úr eldhúsinu. ,,Eg heiti lrena.“ Að loknu öðru glasinu tók hann að virða hana betur fyrir sér. Hann fór að bera hana sam- an við ungu konuna, sem hann hafði kynnzt forðum. Bros henn- ar var jafnfagurt og áður, en þó tók hann eftir hrukkum, sem komu í munnvik hennar, er hún brosti. En þegar hann fór að hugsa sig betur um, komst hann að þeirri niðurstöðu, að hrukk- urnar höfðu alltaf verið þarna. Nú mundi hann það allt svo vel og greinilega. Hann tók nú að gerast hreyfur. Honum var farið að líða alveg prýðilega. Þetta var sannarlega snotur og þaegi- leg íbúð, sem hún bjó í. Það fór saelukennd um hann allan. Uti fyrir var tekið að rökkva. Hann virti hana fyrir sér þar sem hún sat í daufu skini borðlampans. — Hún er enn mjög aðlaðandi kona, þó hún sé ekki eins grönn í mittið og áður. Og munnurinn er fagurlega skapaður, mjög fag- urlega. — Hann velti því fyrir sér, hvað hún myndi gera ef hann reyndi að kyssa hana. Hann tæmdi glasið. Ungfrú Parker reis á fætur og gekk til hans. Hún hélt á bakk- anum, sem vínföngin stóðu á. Hann leit á klukkuna. ,,Ja hver skollinn!“ hrópaði hann. ,,K.lukkan er orðin sex! Eg má til með að hraða mér.“ Hann lagði lófann yfir glas sitt og hristi höfuðið ákaft. ,,Nei, þetta máttu ekki, Bill,“ sagði ungfrú Parker og setti stút á fallega munninn sinn. ,,Eitt glas ætti ekki að tefja þig svo. Þú ert ekki það mikið að flýta þér." Hann virtist á báðum áttum eitt andartak; svo leit hann aft- ur á klukkuna. ,,Nei,“ sagði hann. ,,Eg verð JÚLÍ, 1952 45

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.