Heimilisritið - 01.07.1952, Page 57

Heimilisritið - 01.07.1952, Page 57
verið stillt og prúð stúlka, sem vann af kappi og dvaldi næst- um öll kvöld heima. Fyrir ári síð- an hafði hún kynnzt 24 ára göml- um bróðursyni forstjórans. Ungi maðurinn hét Chester Gillette og vann einnig í verksmiðjunni. Chester og Billie urðu vinir, og hann fór að venja komur sínar í matsöluhúsið. Þremur vikum áður en atburð- urinn við Stóra-Moose vatnið skeði, hafði Billie sagt upp starfi sínu og farið heim, undir því yf- irskini, að hún þarfnaðist hvíld- ar. Hún hafði nokkrum sinnum gefið foreldrum sínum í skyn, að hún myndi bráðlega giftast, og hún og móðir hennar höfðu setið við að sauma í búið á kvöldin. Nú var farið að grennslast fyr- ir um Chester Gillette. Var hann þessi dularfulli Carl Graham ? Upplýsingar frá lögreglunni í Cortland leiddu í ljós, að hann hefði ekki komið í verksmiðjuna síðan á laugardag. Utvegað var bréf með rithönd Gilletts. Skriftin var hin sama og Carls Grahams í gestabók Glenmore gistihússins. An efa voru Gillette og Graham einn og sami maður. Bert Gross, sem var verkstjóri í verksmiðj- unni og vinur Chester Gillettes, hafði lesið í blöðunum um dauða Grace Brown og leitina að fylgd- armanni hennar. Hann tók sér strax ferð á hendur til Stóra- Moose vatns til að hjálpa lög- reglunni. Klukkan hálfníu næsta morg- un, þegar hann, Klock fógeti og Ward saksóknari komu út úr gistihúsinu, lentu þeir beint í flas- ið á Chester Gillette. Hái, ljóshærði maðurinn starði dolfallinn á þá þrjá, og Ward og Klock tóku strax að spyrja hann. I fyrstu svaraði hann vífilengjum, en það var augljóst, að hann hafði ekki verið við þessu búinn, og hann varð brátt margsaga. Gillette hafði auðsjáanlega ekki búizt við, að hann þekktist aftur. Hann varð æ ruglaðri, og að lok- um bað fógetinn hann að koma með inn. Þar hélt Gillette áfram að staðhæfa, að Grace Brown hefði drukknað, þegar bátnum hvolfdi. Ward spurði, hvar hann hefði tennisspaðann sinn. Gillette sagði, að hann hefði verið í bátn- um, er ,,slysið" varð, og bætti við, að hann myndi áreiðanlega fljóta einhversstaðar á vatninu. Þrem dögum síðar, í varðhaldi í Herkimer, hélt Gilette áfram að gefa Ward ruglingsleg svör. Leit- in að tennisspaðanum hafði eng- an árangur borið, og Ward spurði Gillette í þaula, hvar hann væri. Að lokum játaði ungi maðurinn, að hann hefði grafið spaðann niður á leið sinni um skóginn, JÚLÍ, 1952 55

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.