Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 58
skammt frá veginum. Hann hefði
ákveðið að losa sig við hann,
sagði hann, af því hann hefði
verið sér til trafala á ógreiðfær-
um skógarstígnum.
Fréttirnar um ,,slysið“ bárust
brátt um allt landið, og almenn-
ingur fylgdist af vaxandi áhuga
með gangi málsins, svo þegar
fyrsta réttarhaldið átti að verða,
þann 31. ágúst, ferðuðust marg-
ir kunnir menn þúsundir kíló-
metra til að fylgjast með reip-
drættinum villi Wards og Gill-
ettes. Hinn frægi ameríski rithöf-
undur, Theodor Dreiser, 'notaði
síðar málið sem efnivið í hina
heimsfrægu skáldsögu sína ,,An
American Tragedy“.
Davenport dómari var í forsæti
í réttinum og Ward, sem var sak-
sóknari, lagði sig allan fram, og
sókn hans í málinu var einhver
hin bezta og áhrifamesta, sem
heyrzt hefur í nokkrum réttarsal.
Þann 16. nóvember var kvið-
dómurinn skipaður. Akærandinn
leiddi fram 106 vitni og Ward
sótti málið. Hann byrjaði á hinu
óhamingjusama ástarævintýri
Grace Brown. A afar áhrifamik-
inn hátt rakti hann með aðstoð
vitnanna allan harmleikinn fyrir
kviðdómendunum. Hann lýsti ást
Gilletts á ungu stúlkunni, og
benti á hvernig tilfinningar hans
hefðu kólnað, þegar ríkari heim-
ili stóðu honum opin. Hann lýsti
af hve köldum ásetningi morðing-
inn hafði rutt ungu stúlkunni úr
vegi. Fjölskylda Grace Brown
grét móðursýkislega, og áheyr-
endurnir sátu eins og stjarfaðir.
Klukkan tíu mínútum yfir sex,
þann 4. des. 1906, þremur vikum
eftir að málið hófst, lokuðu kvið-
dómendurnir sig inni til að koma
sér saman um dóminn.
Gillette var dæmdur til dauða
í rafmagnsstólnum, dóminum
skyldi fullnægja þann 28. janúar
1907, og Gillette var fluttur í
Auburn fangelsið. Móðir hans
sendi á síðustu stundu náðunar-
beiðni til ríkisstjórans, Charles
Evans Hyghes, en henni var
synjað. Mánudagsmorguninn
þann 30. marz settist Chester
Gillette í rafmagnsstólinn og galt
með lífi sínu fyrir morðið á unn-
ustu sinni. *
KÆRAR ÞAKKIR — O. S. FRV.
Eftir þingkosningar í einu af vestum'kjuni Bandaríkjanna var það citt
sinn, að frambjóðandi nokkur, scm ekki náði kosningu, birti eftirfar-
andi í blöðunum:
Hér með votta ég þakklæti mitt til allra, sem kusu mig, og konan
mín þakkar öllum, sem kusu mig ekki.
56
HEIMILISRITIÐ