Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 59

Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 59
 1 ■ Hús leyndardómanna Eindæma spennandi reyfari eftir IOHN WILLARD Nýir lesendur geta byrjaS bér. Miljónamæringunnn Cyrus West er látinn. Væntanlegir erfingjar hans eru mættir í hinu afskekkta og skuggalega húsi hans. Þeir eru: Harry Blydt, Charlie Wilder, Susan Silsby, Cicily Young, Paul Jones og Annabelle West. Þegar erfðaskráin hefur verið opnuð, reynist Annabelle vera einkaerfinginn. Viðstödd cru einmg Mammy Pleasant, ráðskona Wests og Crosby lögfræðing- ur. Vörður frá geðveikrahæli hefur enn- fremur komið, í lcit að vitfirringi, sem hefur strokjð. Crosby hverfur inn um leynidyr á dularfullan hátt. Þeir Charlie og Harry reyna árangurslaust að ná ástum Anna- belle, en hún virðist leita trausts hjá Paul. — Margt kynlegt gerist, og ugg- ur grípur um sig. Síminn fer úr sam- bandi. Charlie fer til að ná í lögregluna. Paul finnur leynidyr og fer inn um þær, en þær lokast á hæla honum. I leyni- göngunum ræðst á hann skrímsli í mannsmynd, sem slær hann niður. Susan flýr fáklædd út úr húsinu. Skrímslið CICILY sneri sér snögglega við, þegar Annabelle þagnaði í miðri setningu. Frænka hennar var að hverfa hratt í gegn um dyrnar og fætur hennar drógust með gólfi. Cicily réðist á hurð- ina og hrinti henni upp, því þrátt fyrir kvenlegt útlit henn- ar, var hún sterk og huguð stúlka og ætlaði sér að koma Annabelle til hjálpar. Sjón sú, er mætti henni, var nægilega skelfileg til að skjóta hugdjörf- um karlmanni skelk í bringu. Cicily var búin að reyna margt þessa nótt, og það var því ekki að' undra, þótt þetta yrði henni ofviða. Hið furðulega ófreskju- útlit skrímslisins, sein hélt taki um háls Annabelle, dró úr henni allan mátt. Aleð hræðsluópi, sem heyrðist um allt húsið, féll hún meðvitundarlaus á gólfið. Þetta virtist vekja einhvers konar kæti hjá skrímslinu, brjál- æðiskenndur, hávær hrygluhlát- ur brauzt fram milli vígtann- anna, án þess að varirnar virt- ust hreyfast. Þessi glaðværð JÚLÍ, 1952 57

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.