Heimilisritið - 01.01.1955, Page 3

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 3
050 JHeÁ HEIMILISRITIÐ JANÚAR 13. ÁRGANGUR 1955 Úrvalssaga eftir HOVHANNES THAMUNJAN í þýðingu Leifs Haraldssonar VIÐ VORUM heil hersing, krakkarnir í þorpinu. Og við héldum vel hópinn. Við höfðum engan skóla að hugsa um, engar lexíur, engar kennslustundir. Við lifðum við fullkomið frjálsræði og bara lék- um okkur. Og hvað við lékum okkur, hvað okkur kom vel sam- an, og hvað við héldum hópinn! Ef maður varð soltinn, þurfti ekki annað að gera en að hlaupa heim, hrifsa sér brauðsneið og ostbita í eldhússkápnum og hendast síðan út til hinna aftur! Á kvöldin vorum við vön að safnast saman og segja hvert öðru sögur eða gera eitthvað annað okkur til gamans. Ég átti leikbróður, sem Nesú hét. Hann kunni kynstrin öll af sögum, já, það voru engin þrot né endir á sögunum, sem hann kunni. Á tunglskinsbjörtum sumar- nóttum gátum við setzt í hvirf- ingu á einhverri garðsflötinni og horft heilluð á Nesú, sem ljóm- aði 1 framan af frásagnargleði. Hann sagði frá eldöndunum, frá fuglinum Fönix og frá ríkjum ljóss og myrkurs-----— — Góði Nesú, segðu okkur söguna af blinda kónginum — segðu okkur frá páfagauknum — segðu okkur söguna af hinum hárlausa og skegglausa ------- En hvað sem því nú olli, þá LANOSBÁ'ÁSÁi'N i 202589 ÍSLANDS

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.