Heimilisritið - 01.01.1955, Qupperneq 11
ókunni rak upp öskur, en Flang-
gan ók þvert yfir vegamótin og
bílhurðin skall aftur.
Hann ók og ók.
Hann var kominn góðan spöl
burt, er hann stanzaði og þurrk-
aði af rúðunni. Þegar hann var
aftur seztur við stýrið kveikti
hann sér í sígarettu til að róa
æstar taugamar. Nú ætlaði hann
að aka rólega héðan af.
Meðan hann lét bílinn snigl-
ast áfram, íhugaði hann ráð sitt
— átti hann að segja lögreglunni
frá þessu? Það lá beinast við,
því þá gætu þeir dregið netið
fastara saman, þegar þeir vissu,
á hvaða slóðum morðinginn var
staddur.
Bíllinn fór að hægja á sér.
Flanagan sté á bensíngjöfina.
Bíllinn herti á sér, hægði svo
á sér aftur. . . .
Flanagan kannaðist við þetta.
Hann vissi, hvað það þýddi —
að hann var bensínlaus. Hann
leit á mælinn og sá, að svo var.
Strandaður á vegi í dimmri
þoku, umkringdur glæpamönn-
um. Það var vissulega laglegt
ástand. í sama bili kom hann
auga á húsið.
HANN varpaði öndinni léttar,
þegar hann sá, að bílskúr var
við húsið. Það benti til, að fólk-
ið hefði bíl. Og það urðu menn
að hafa, þegar þeir áttu heima
á jafn eyðilegum stað og þess-
um. Yæri þar bíll, var þar líka
bensín — bara, að einhver væri
heima.
Flanagan ók út á vegarbrún-
ina, o.g litlu síðar var hann á
leið heim að húsinu og drap á
dyr. Það leið á löngu þar til lok-
ið var upp — svo löngu, að
Flanagan fór að halda, að eng-
inn væri heima. En svo var lok-
ið upp, og fögur, rauðhærð, ung
stúlka stóð fyrir framan hann.
„Afsakið ónæðið,“ sagði hann,
„en ég er orðinn bensínlaus. Þér
gætuð víst ekki selt mér nokkra
lítra?“
„Ég veit ekki . . . ég . . .“
Nú heyrðist kallað innan úr
stofunni:
„Komið inn, svo við getum
talað um það betur.“
Sú rauðhærða vék til hliðar,
svo að Flanagan gæti komizt
framhjá. Hann gekk inn í stof-
una. Hjá arninum, sem logaði á,
sat maður í hægindastól. Það
var hann, sem hafði kallað.
Hann hafði ullarvoð um fæt-
urna og var í ullarslopp og með
blá gleraugu.
„Frændi er blindur,“ sagði
unga stúlkan.
„Færðu gestinum eitthvað,“
sagði maðurinn í stólnum,
„frænka segir, að það sé sót-
JANÚAR, 1955
9