Heimilisritið - 01.01.1955, Side 13

Heimilisritið - 01.01.1955, Side 13
Mér finnst þú ættir ekki að fara út með þetta kvef, Judy.“ í sama bili var drepið harka- lega á dyr. Judy hikaði. „Ljúktu upp, barn,“ sagði Ross yið hana. Hún lét stofu- hurðina standa opna, er hún fór út. Flanagan kipptist við, er hann sá, hver kominn var. Það var maðurinn, sem hafði kynnt sig sem Murdoch, sá, er hann hafði skilið eftir við vegamótin. Hann hélt hægri hendinni í vasanum. Flanagan var sann- færður um, að hann hefði á sér skotvopn. SVO við hittumst þá aftur hér, Flanagan. Það var heppni, ekki einungis fyrir mig, heldur líka fyrir yður, að ég skyldi ekki slasast, þegar þér ókuð mig af yður við vegamótin — það myndi hafa orðið til að þyngja mjög þann dóm, sem þér fáið, Flanagan — eða máske heitið þér eitthvað allt annað.“ „Ég heiti reyndar Flanagan og get fært sönnur á það.“ „Gerið svo vel að koma með mér,“ og bætti við um leið og hann leit til Judy og Ross: „Ég veit ekki, hvort þið þekk- ið Flanagan . . .“ „Flanagan kom fyrir stuttu og bað um bensín,“ sagði Ross. „Þetta er í fyrsta sinn, sem við höfum þá ánægju að sjá hann, ekki satt, Judy?“ „Jú,“ svaraði rauðhærða stúlk- an lágt. Aftur mætti hann augnatilliti Judy. „Komið þér, Flanagan,11 sagði Murdoch óþolinmóður. „Ég skil ekki, hvað þér mein- ið með því að gefa mér fyrir- skipanir, Murdoch,“ sagði Flana- gan. „Nei, auðvitað er þetta tómur misskilningur,“ sagði Murdoch háðslega. Mér datt strax í hug, að maður, sem þurfti að flýta sér svona mikið, hefði ekki al- veg hreint mjöl í pokanum, og þegar ég sá númerið á bílnum, mundi ég, að það var lýst eftir honum — DV 2306.“ „Bíllinn minn er nr. 2806, svo mesti glæpurinn, sem ég er sek- ur um, er sá, að ég hef ekki þvegið númers-skiltið nýlega, svo þér hafið lesið þrjá í stað átta, Murdoch.“ Murdoch var ekki viss um, nema Flanagan væri að gabba sig. Hann fór út og leit betur á bílinn. Skömmu síðar kom hann aftur. „Ég bið yður afsökunar,“ sagði hann, „jafnvel leynilögreglu- manni getur skjátlazt, svo ég verð að fara tómhentur.“ „Það held ég ekki,“ sagði Flanagan rólega, „því hér er víst JANÚAR, 1955 11

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.