Heimilisritið - 01.01.1955, Side 21

Heimilisritið - 01.01.1955, Side 21
samt ekkert vör við þennan fyrrverandi leikfélaga sinn á heimleiðinni, og varpaði öndinni léttar, þegar hún kom á breiðu akbrautina heim að höllinni. Hún var svo niðursokkin í sín eigin vandamál að hún veitti því í fyrstu ekki athygli, að eitthvað var öðru vísi en það átti að vera. Venjulega voru leiguliðahús- mæðurnar önnum kafnar við eldamennsku á þessum tíma dags, og krakkarnir þeirra voru vanir að sitja fyrir framan smá- hýsin og bíða eftir matnum. En nú sást ekki nokkur hreyfing í h j áleigukotunum. En fyrir framan stóru úti- dymar á höllinni stóð hópur fólks, og hálfstálpaður strákur var að segja frá einhverju, sem hann reyndi að útskýra með fálmkenndu handapati. Linda herti gönguna, því hún fann það á sér, að eitthvað alveg óvenju- legt hafði gerzt. Hvers vegna skyldu menn annars hafa hópazt svona við dyrnar? Þegar hún kom nær, kom ein konan auga á hana, og litlu seinna dreifðist fólkið; einungis nokkrir karlmenn stóðu kyrrir. Þeir litu vandræðalega hverjir á aðra. „Hvað hefur komið fyrir?“ spurði Linda, þegar hún kom til þeirra. „Hann Sir Hamish, ungfrú — hann, hm, yarð fyrir slysi. Hann fór að reyna nýja hestinn, og . . .“ „Og hvað?“ sagði hún með þurrar varir, þegar maðurinn hikaði. „Hesturinn var alveg tryllt- ur,“ muldraði maðurinn, „og hann setti Sir Hamish af sér. Hann sparkaði líka í höfuðið á honum áður en hánn stökk burt.“ „En hvar er pabbi núna?“ spurði hún. „Þeir báru hann inn, og það hefur verið kallað í lækni,“ svar- aði maðurinn. Linda hljóp síðasta spölinn, og í dyrunum mætti hún Agnesi, sem leit alvörugefin á hana. „Hvernig líður honum, Agn- es?“ spurði Linda angistarlega. „Hann er langt leiddur — og læknirinn heldur að hann hafi það ekki af.“ Og læknirinn hafði rétt fyrir sér. Hamish Kinlock andaðist þennan sama dag, og Linda fór upp í herbergið sitt og kastaði sér örvæntingarfull upp í rúmið. Hún lá þar, grúfði andlitið niður í koddana og grét ekkaþrungið og vonleysislega, en Agnes sat við rúmið hennar án þess að segja orð. Hún strauk aðeins sef- JANÚAR, 1955 19

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.