Heimilisritið - 01.01.1955, Page 22

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 22
andi með titrandi, gömlu hend- inni yfir brúnu lokkana. Yfir allri höllinni hvíldi drungaleg þögn, og við dánar- beðið hélt Andrew trúan vörð yfir líki húsbónda síns. Það var ekki fyrr en komið var langt fram á nótt, að Linda náði sér svo að hún gat farið að þvo grátinn úr augunum, og Agnes fékk hana til að nærast eitthvað. „Þú verður að muna eitt, telp- an mín,“ sagði gamla barnfóstr- an hennar hlýlega. „Læknirinn sagði, að hann hefði fengið hægt andlát. Hann missti meðvitund- ina um leið og hesturinn spark- aði í hann, svo að hann kvald- ist ekkert.“ „Það er gott að heyra,“ muldr- aði Linda skjálfrödduð. „En það var svo leitt, að ég skyldi ekki geta talað neitt yið hann.“ „Hugsaðu ekki um það,“ svar- aði Agnes. „Það fór bezt eins og það fór.“ En Linda yfirbugaðist alveg af sorg, og gamla barnfóstran gat ekki huggað hana. Og hvað hefði hún svo sem átt að segja? Nú stóð stúlkan alein uppi í heiminum, og enginn vissi, hvað framtíðin bæri í skauti sér. Lög- fræðingur Sir Hamishs myndi auðvitað koma einhvern næstu daga, og hann kæmi til þess að lesa upp erfðaskrána, en hvern- ig myndi hún hljóða? 3. kapítuli James Robertson málflytj- andi kom strax daginn eftir. Hann var hár og grannur mað- ur með gleraugu, og lýsti há- tíðlega yfir samhryggð sinni út af þessu sorglega slysi, áður en hann fór að gera ráðstafanir í sambandi við jarðarförina, sem eftir ósk Sir Hamish átti að fara fram á einfaldan og viðhafnar- lítinn hátt. Þjónustufólkið og þorpsbúam- ir söfnuðust saman alvörugefnir og spariklæddir til þess að kveðja sinn ástfólgna húsbónda, og Linda stóð grátbleik í látlaus- um, svörtum kjól, þegar kist- unni var komið fyrir í ættargraf- reitnum. Hún gat stillt sig um að láta í ljós sorg sína, þangað til rekunum var kastað, þá runnu stór, höfug tár niður vanga hennar. Lögfræðingurinn gisti um nóttina á herragarðinum, og daginn eftir bað hann Lindu um að tala einslega við sig í bóka- stofunni. Hana skar í hjartað við að sjá þennan ókunnuga mann sitja svo alvarlegan á svip við skrifborð föður hennar í þessu stóra, bjarta herbergi, þar 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.