Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 26

Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 26
hliðina, en sleppti ekki refnum og lézt sofa. Aétius bar sig til eins og hann ætlaði að sparka í keisarann. Svo yppti hann öxl- um fyrirlitlega og gekk út í vagn sinn. Sömu nótt marséraði lífvarð- arsveit keisarans út úr Ravenna, og næstu daga sáust hundruðir rómverskra legiona á hergöngu til Gallíu. Þetta var árið 451, og þá voru í Evrópu tveir voldugir menn. Það voru Attila og Aétius, austrið og vestrið, og þeir bjugg- ust til að berjast um örlög álf- unnar. Áttatíu árum áður hafði ný hjarðþjóð sýnt sig á sléttlendinu mikla, milli Eystrasalts og Svartahafs, hinni fornu þjóð- flutningaleið. Þetta fólk var af úralsk-finnsku eða mongólsku kyni. Það var fremur lágvaxið, beinastórt og höfuðstórt með framstæð kinnbein. Andlitið var skegglaust og augun lítil, svört og tindrandi. Það var vafið skinnum og tuskum, sem það hafði á skrokknum, unz það datt af í tætlum, og það reið litlum, loðnum hestum, sem það virtist samvaxið. Hermennirnir sváfu og átu á hestbaki, héldu þing sín ríðandi og þeir reiddu kjöt undir söðl- inum til að gera það meyrt, í stað þess að sjóða það. Þetta fólk átti enga fasta bú- staði, eigur sínar flutti það með sér á vögnum. í orrustu sendu þeir fyrst örvadrífu yfir lið óvin- anna og þeystu síðan fram með trylltum öskrum. í annarri hendi héldu þeir á sverði, en í hinni á slöngvu, sem þeir leituðust við að slöngva um óvinina, þegar þeir báru af sér sverðalögin. Þeir játuðu engin trúarbrögð, og líkamlegar þjáningar virtust ekki bíta á þá. Á flakki sínu til vesturs hittu þeir fyrst fyrir sér Alana, sem reknir voru úr löndum sínum í Kákasus, og því næst Austgota, sem stofnað höfðu ríki við Svartahafið, og undirokuðu þá. Vestgotar við Dóná flýðu inn í Siebenburgen. Allar þjóðir, sem ekki gáfust upp, voru strá- felldar eða burt reknar. Þeir brutust inn fyrir landamæri rómverska ríkisins, og bæði í Austur- og Vestur-rómverska ríkinu litu menn með skelfingu til hinna gulu riddara, sem gerðu sig líklega til að brenna þúsund- áraríki þeirra til ösku. Þegar Húnarnir dreifðu sér út yfir ungversku sléttuna, vörpuðu menn öndinni léttar nokkur ár. En svo bárust skelfingartíðind- in út á ný. Flökkuþjóðin var aftur komin af stað. Með blóð- ugu harðfylgi voru konungarnir 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.