Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 30
bræði yfir falli konungs rudd-
ust Vestgotar inn að miðju her-
deilda Attila og stráfelldu gulu
riddarana. Að lokum var öll
fylkingaskipan úr sögunni og
hver barðist fyrir sig. Aetius
ruddist fram og leitaði Attila,
sem hann vildi sjálfur vega, en
um kvöldið höfðu allir Húnar
hörfað til vagnborgar sinnar.
Orrustan var á enda. Sam-
kvæmt annálum féllu um 165
þúsundir manna, og lítill lækur
á að hafa flætt yfir bakka sína
af blóðstraumnum. En víst er
um það, að slíkt mannfall hafði
aldrei áður orðið í bardaga.
Attila var sigraður, en ekki yf-
irbugaður. Menn þorðu ekki að
ráðast á vagnborg hans. Hún
var hið bezta vígi. Sonur Theo-
doriks krafðist þess, að árás yrði
gerð, Aétius réð frá því. Hvað
var að vinna? Innan úr vagn-
borginni glumdu horn Húnanna.
Var ný árás undirbúin? Nei,
hinn mikl her Attila ásamt
fylgdarliði sínu, var orðinn
svangur — og næsta morgun var
hann á undanhaldi. Við blástur
þúsunda stríðshorna var lík
Theodoriks konungs brennt á
geysimiklu báli.
Hægt og sígandi hélt her At-
tila út úr Frakklandi. Áform
sín hafði hann þó ekki sagt skil-
ið við að öllu. Næsta vetur safn-
aði hann nýjum kröftum, og ár-
ið 453 réðist hann inn á ítalíu.
Aquileia féll og íbúarnir flýðu
út á óshólmana og stofnuðu Fen-
eyjaborg. — Gulu riddararnir
stefndu suður til Rómar. Skelf-
ingin í landinu var svo mikil, að
keisarahirðin í Ravenna hugðist
flýja til Austurlanda, en þá
kom upp veiki í her Húnanna,
sennilega kólera. Appenínafjöll-
in risu framundan eins og óyfir-
stíganleg hindrun, það vantaði
hestafóður — og .loks fréttu
Húnar, að Aétius biði með mik-
in her við Róm. Það er sagt, að
Sankti Pétur hafi birzt Attila
með logandi sverð, og ennfrem-
ur er sagt, að spámenn hans
hafi ógnað honum með ósigri
og dauða, ef hann réðist á hina
helgu borg. Sennilega hefur það
verið af ótta við Aétius, að At-
tila féllst á það eftir samninga
við Leo páfa að yfirgefa ítalíu
og halda til baka yfir Dóná.
Hann komst aftur til Ungverja-
lands, og hann skildi, að hinar
miklu ráðagerðir hans voru að
engu orðnar, hans sögulega hlut-
verki lokið.
Hann dó skyndilega árið 453.
Hann var lagður 1 tvöfalda silf-
urkistu og grafinn. Þrælarnir,
sem tóku gröfina, voru drepnir,
svo þeir ljóstruðu ekki upp, hvar
hún væri. Hægt og sígandi hélt
28
HEIMILISRITIÐ