Heimilisritið - 01.01.1955, Qupperneq 31

Heimilisritið - 01.01.1955, Qupperneq 31
hin gula riddaraþjóð hans aftur til heimalanda sinna í Asíu. Aétius fylgdi á eftir honum í gröfina. Þessir voldugu menn hurfu næstum samtímis af sjón- arsviðinu. Þegar hermeistarinn gekk fyrir Valentinian eftir her- förina, fann hann keisarann liggjandi á gylltum legubekk, umkringdan ambáttum, tömd- um dýrum, reykelsisberum og hljóðfæraleikurum. Aétius rak allt hyskið út og ætlaði að gefa keisaranum skýrslu um undan- hald Attila, en Valentinian leit fýlulega á hann, og bauð honum sæti beint á móti sér, og allt í einu, eins og höggormur, brá hann rýting undan rauðri skikkj- unni og rak hann á kaf í háls Aétiusi. „Hérna! Þú, sem vildir svipta keisarann frægð hans!“ æpti hann. Þannig dó Aétius, sem frelsaði Evrópu frá þrældómi Asíu. Ári síðar var Valentinian sjálfur drepinn, og tuttugu árum seinna féll Vestur-rómverska ríkið end- anlega. * Það sem karlmönnum mislíkar „Smámunir“ í augum kvenna eru oft verstu yfirsjónir í augum kar?- manna. Ástin nærist á töfrum. Sú kona, sem gleymir þessu grundvallar- atriði, býður hjónabandsóhamingjunni heim. Engum manni fellur í geð að sjá konu sína ógreidda. Tilfinninga- næmum mönnum verður óþolandi að búa við hirðuleysi í fari kvenna. Meðan á tilhugalífinu stendur, hefur konan ýtrustu gát á öllu útliti sínu. Eftir giftinguna er oftast slakað á kröfunum. Konan ætti að líta á hjónabandið sem stöðuga trúlofun. Karlmönnum mislíkar við konur, sem reyna að hnýsast í einkamál þeirra. Gætið ykkar fyrir þeirri freistingu! Það er merki um vantraust af ykkar hálfu, að leita í vösum manna ykkar og lesa bréf hans. Það er ódrenglegt að láta hann bíða. Margar konur hafa það fyrir fasta reglu, að láta bíða eftir sér. Manni þínum eða unnusta fellur ekki vel við þig, ef hann finnur, að þú eyðir eins miklu af peningum hans og þú getur. Elamingjusamt hjónaband getur ekki byggzt á því, að annar gefi en hinn þiggi. Of mikil athygli, sem beinist að öðrum en fylgdarmanni þínum, er líkleg til að erta hann — það særir sjálfsálit hans. Af hverju þarf kvenmaður að púðra sig og mála við hvert tækifæri? Konan ætti að búa sig í einrúmi. Það dregur úr yndisþokka konunnar, að vera sífellt að veifa púðurkvastanum á almannafæri. (Current Physology) JANÚAR, 1955 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.