Heimilisritið - 01.01.1955, Side 35

Heimilisritið - 01.01.1955, Side 35
Eg ætla að skilja við hann MURIEL ROY BOLTON hefur s\rifað þessa sögu, sem allir munu hafa gaman af að lesa FRÚ BARNES sveipaði að sér baðkápunni og hljóp niður tröppurnar. Dyrabjöllunni hafði verið hringt, og hún var stein- hissa á því, hver gæti verið að koma á þessum tíma sólarhrings. Klukkan var farin að ganga eitt. Vinnustúlkan kom í sömu svifum fram í anddyrið. Hún var með ótal krullupinna 1 hár- inu og starði óttaslegin á frúna. „Spyrjið þér, hver það sé, áð- ur en þér opnið,“ sagði hún að- varandi. Frú Barnes sagði róandi, að það væri áreiðanlega Ted. Hann hefði sjálfsagt gleymt lyklinum sínum. „Nei!“ sagði stúlkan ákveðin. „Þetta var ekki bíllinn hans. Ég heyrði þegar hann bremsaði.“ Og það var ekki Ted, heldur var það Beth, sem undanfarið hálft ár hafði verið frú Bethie Schaeffer. Hún skellti hurðinni harkalega á eftir sér, lét ferða- töskuna sína á gólfið og hrópaði einbeittlega: „Ég er farin frá Rex!“ „Nei, hvað segið þér, frú- Schaeffer!" sagði vinnustúlkan. miður sín. „Nefnið mig ekki þessu and- styggilega ættarnafni!“ sagði Beth dramatísk. „Ég er ekki frþ Schaeffer lengur. Allt það til- heyrir fortíðinni og er bara — hræðilegar minningar!“ Hún sneri sér að móður sinni, og svo var að sjá sem hún væri alveg eins ung og falleg og ó- trauð til sjálfsvarnar — eins og daginn fyrir löngu, þegar hún hafði strokið úr heimavistarskól- anum. Og eins og í það skipti, sagðL hún baráttufús: „Jæja, mamma . . . þú segir ekkert?“ Það var sitt af hverju, sem frú Barnes hafði að segja. Hún vissi aðeins ekki ennþá, hvernig hún átti að byrja. Þetta var í sann- leika alvarlegra en að strjúka úr skóla, en hversu alvarlegt það' var, var ekki auðvelt að vita JANÚAR, 1955 33

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.