Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 39

Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 39
var ég, sem fór frá honum!“ „Þú verður að fara heim til hans aftur!“ sagði hún skipandi. „Við viljum ekki fleiri hjóna- skilnaði í fjölskyldunni.“ „Heyrðu mig nú, tengda- mamma,“ andmælti frú Barnes. „Viljið þið Júlía ekki fá kaffið upp? Það er allt of kalt hérna niðri, og .. . og Rex kemur áreið- anlega ekki hingað í kvöld. Beth veit ekki, hvar hann er.“ Frú Bames stakk handleggnum und- ir olnbogabót gömlu dömunnar. „Það slær að þér, tengda- mamma! Farðu heldur upp. Og á morgun . ..“ „Á morgun! Það er einmitt þetta, sem ég hef svo oft talað um við Charles: Margrét er svo afleit með að slá öllu á frest. En eins og þú vilt!“ Frú Barnes fylgdi æstu gömlu konunni upp, og þegar hún kom aftur, stóð Beth við gluggann og starði út á yeginn. Hún hlustaði með eftirtekt, þegar hún heyrði í bíl, en þegar hann ók framhjá, sneri hún sér að móður sinni og sagði bitur- lega: „Þarna sérðu! Hann gerir ekki svo mikið sem spyrja eftir mér! Hann vissi ekki, hvert ég ætlaði, svo það væri ástæða til að álíta . . . en honum er sýnilega sama, svort ég sé dauð eða lifandi." „O, hann telur það áreiðan- lega öruggt, að þú hafir farið heim. Nú förum við bráðum að hátta, er það ekki? Við skulum bara láta ömmu og frænku festa svefninn fyrst.“ „Mér er óskiljanlegt, hvað þú getur sýnt henni ömmu mikla þolinmæði! Hún er alltaf að reyna að etja pabba upp á móti þér.“ „Hann lætur rausið í henni inn um annað eyrað og út um hitt, svo að ég þarf ekki að taka það nærri mér. En svo við snú- um okkur aftur að þér og Rex, þá . . .“ „Mér þykir leiðinlegt, að ég skyldi hrópa svona hátt áðan! Amma hefur víst fengið alveg ranga hugmynd. Rex misþyrmir mér heldur ekki beinlínis!“ „Nei, auðvitað ekki. En amma þín hefur aldrei getað þolað hann. Hún hefur aldrei getað lit- ið unga menn réttu auga, síðan hjónaband Júlíu fór út um þúf- ur. Hún fór frá manninum sín- um áður en þau höfðu verið gift í eitt ár.“ „Hvers vegna?“ „Því hef ég nú hreinskilnis- lega sagt gleymt. En amma þín talaði yfir hausamótunum á hon- um og sendi Júlíu heim til hans aftur. En hvemig sem á því stóð, endaði það samt með skilnaði. JANÚAR, 1955 37

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.