Heimilisritið - 01.01.1955, Page 42

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 42
ÞRÍR INNFÆDDIR Allir lialda að þeir þekki sannleik- ann, þegar þeir sjá hann . . . og þekki lygina, þegar þeir heyra hana. Hér er próf á hæfni þína til að finna, hver seg- ir satt. Á eyju einni í Kyrrahafi búa kyn- hreinir menn og kynblendingar. Þeir cru eins, að öðru leyti en þessu eina: Kyn- hlendingarnir ljúga ætíð, en þeir kyn- hreinu segja ætíð satt. Setjum svo að þú værir trúboði og gengir eftir fjörunni einn góðan veður- dag. Þú mætir þremur íbúum og spyrð þá, hvort þeir séu kynblendingar eða kynhreinir. Sá fyrsti muldrar eitthvað, sem þú heyrir ekki. Annar bendir á þann fyrsta og segir: „Hann segist vera kyn- hreinn.“ Sá þriðji bendir á nr. 2 og seg- ir: „Hann lýgur." Nú er aðeins einn af þessum kyn- blendjngur. Getur þú fundið, hver þeirra það er? REYKNUM AÐ BRÁÐ „Illt skal illum!“ Með þessum kulda- legu orðum arfleiddi maður nokkur einkason sinn að vindlakassa miklum. Sonurinn reykti einn vindi! fyrsta daginn og gaf tólfta hlutann af því, sem þá var eftir í kassanum. Næsta dag reykti hann tvo og gaf aftur tólfta hluta af því, sem þá var eftir. Og þannig áfram, jók við sig ein- um vindli á dag, og gaf burtu tólfta hluta af afganginum, þar til (eftir minna en mánuð) allir voru búnir. Hve niargir voru vindlarnir, og hve marga reykti hann? TENINGARNIR Nokkur böm áttu teninga, alla með jöfnum hliðum. Þau náðu í dálítið af blákrít, og með þessum litum ætluðu þau að mála alla fletina, hvem með að- eins öðrum litnum. Nú var um að gera að búa til cins marga mismunandi ten- inga og hægt var, með þessum tveimur litum. Með hversu mörgu mismunandi móti var hægt að lita fletána? SMÁPENINGAR „Þegar ég kom á stöðina í morgun,“ sagði Siggi, ,,þá uppgötvaði ég, að ég hafði gleymt veskinu heima og hafði aðeins smápeninga á mér. Nákvæmlega helmingur af því fór fyrir farmiða, og svo keypti ég blað fyrir 15 aura. Svo eyddi ég helmingnum af afganginum fyrir bíl og keypti síðan sígarettur fyr- ir 2 kr. Og nú hef ég nákvæmlega 10 aur'a eftir. En hve mikið hafði ég, þeg- ar ég fór að heiman?" (Svör á bls. 22) 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.