Heimilisritið - 01.01.1955, Page 46

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 46
til að lifa í ljósi skynseminnar. En fyrir þeim voru dyggð, feg- urð og skynsemi andlegar eig- indir. Menn skyldu tileinka sér þær eins og menn sækja sér and- lengan þroska í mentun. En þeir eru fáir, sem kunna að meta andlegan ávinning. Fjöldinn lætur sig slíkt engu skipta. Kristin trú prédikaði dyggð, sem byggðist á kærleika og ást. Slíkar eigindir eru ekki einung- is andlegs eðlis. Þær tilfinning- ar bærast í brjósti sérhverrar mannveru. Trúin náði út- breiðslu, og fyrstu tvær eða þrjár • aldirnar varðveitti hún mikið af hinum upprunalega hreinleik sínum. Kristnir menn voru ofsóttir, en ofsóknirnar urðu einungis til að magna eld trúarinnar. Að þremur öldum liðnum var kristindómurinn orð- inn ríkistrú rómverska heims- veldisins, en á þeim tíma hafði hún orðið fyrir margvíslegum rómverskum áhrifum. í kristindómi var skírlífi trúar- leg dyggð. Fyrstu tvö hundruð og fimmtíu árin voru það marg- ir kristnir menn og konur, sem bundust ekki í hjúskap, en lifðu fullkomnu einlífi með hinni ströngustu sjálfsafneitun til þess að öðlast fullkomnun. Þessir menn lifðu samkvæmt hinum trúarlegu dyggðum. Framan af olli slíkt litlum ágreiningi, og þessir sjálfsafneitarar flæmdu ekki meðbræður sína út í kæru- leysi eða undanhald með þreyt- andi taugastríði í myrkviði guð- fræðinnar. En skilningur þeirra um skírlífi reyndist vera of strangur og óframkvæmanlegur fyrir venjulega menn. í hrifn- ingu sinni og trúarhita vanmátu þeir afl kynhvatarinnar. Kynhvötinni verður ekki eytt. Hún er jafn djúpstæð og sjálfs- bjargarhvötin — jafnvel ennþá djúpstæðari. Hún er hluti af skaphöfn mannsins. Hún rang- hverfist við bælingu, en henni verður ekki eytt. Á hinn bóginn er hægt að yeita henni úr sínum eðlilega farvegi og veita henni útrás í sköpunarstarfi. Miklar umskapanir og framkvæmdir á hvaða sviði sem er, eru ekki verk kyndaufra manna. Slík af- rek byggjast að miklu leyti á umhverfinu og uppfærslu sterkr- ar kynhvatar í hærra yeídi. Hinn heilagi maður, sem gengst undir píslarvætti, er gæddur stríðs- þreki, sem á rætur sínar í kyn- eðli hans. Hinir frumkristnu leiðtogar umhverfðu kynhvöt sinni í eldmóð fyrir útbreiðslu trúar sinnar. Er frá leið dró úr þessum eld- móði. En kynhvötin var söm við sig, og sömuleiðis lifði áfram sá 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.