Heimilisritið - 01.01.1955, Page 52

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 52
fullvissuðu menn hana um. „All- ir hafa sagt já takk. Þetta verð- ur dýrðleg veizla.“ Þegar Jane frænka gerði sér ljóst, hvað þessar fréttir fólu í .sér, varð hún altekin heiftar- legri gremju. Svona var þá kom- ið —og það var henni að kenna. Það hafði verið skylda hennar að vera aðalmanneskjan, en hún hafði lokað sig inni í kastala sínum í stað þess að halda í hernað. Og svo tók Jane frænka stórkostlega ákvörðun. Hún skyldi halda mikla veizlu, hún skyldi enn einu sinni ljóma í samkvæmislífinu og sýna fólki, hvernig grande dame af gamla skólanum kynni að sýna tigin- mannlega gestrisni. Ef greifa- dæmið hafði í þeim mæli gleymt, hvað því sómdi, ætlaði hún að bjarga því frá þessum óhrjálegu •aðskotadýrum. Hún hóf strax undirbúning- inn. Höllin var máluð, ný hús- .gögn voru fengin, garðurinn var ruddur og skreyttur á ný, veizlu- föng og hljómsveit pantað frá London, og heil hersveit af þjónaliði ráðin. Allt skyldi verða það bezta, sem hægt var að fá — kostnaðurinn skipti engu máli. Allt skyldi verða borgað. Jane frænka ætlaði að verja því, sem eftir væri ævinnar til að greiða reikningana. Loksins rann upp hinn mikli dagur. Um kvöldið lýsti kíló- metra löng röð af lituðum ljós- um veginn heim að höllinni. Forsalurinn og stigarnir voru eitt blómskrúð og dansgólfið var gljáandi sem spegill. Hljóm- sveitin hneigði sig djúpt, þegar Jane frænka, í glæsilegum sam- kvæmiskjól og glitrandi af gim- steinum, gekk tigulega niður stigann og stillti sér upp við dyrnar að danssalnum. Þar stóð hún og beið. Tíminn leið. Þjónarnir tóku að gjóta augunum íbyggnir hver á ann- an, hljómsveitin stillti hljóðfær- in hvað eftir annað til að gera eitthvað. En það komu engir gestir. Og Jane frænka stóð og beið í skrúða sínum við dyrnar. Klukkan varð ellefu — tólf — hálf eitt. Að lokum hneigði hún sig djúpt fyrir hljómsveitinni. „Gjörið svo vel að setjast til borðs,“ sagði hún. „Það koma engir.“ Svo fór hún upp á loft og dó. Það er að segja, hún mælti ekki orð af vörum framar og var dáin eftir þrjá daga. Ekki fyrr en löngu eftir dauða hennar kom það upp úr kafinu, að Jane frænka hafði öldungis gleymt að bjóða nokkr- um í veizluna. * 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.