Heimilisritið - 01.01.1955, Side 59

Heimilisritið - 01.01.1955, Side 59
Dauðinn leikur undir Framhaldssaga eftir J O H N D O W Veslings Linda! Hún leit næstum út eins og hún væri höggvin úr steini. Andlitið var alveg litlaust; líkaminn var spenntur og stífur. Og við hin hefðum líka alveg getað verið úr steini, því við gátum ekkert verið henni til hjálpar. En skyndilega breyttist veður í lofti! Eg stökk fram og ætlaði að þrífa Wayne burt frá Lindu, til þess að binda endi á þessa fyrirlitlegu kveinstafi hans, en Bergen og aðstoðarmaður hans gripu mig. Linda, sem hafði losað sig frá Wayne, hallaði sér þreytulega upp að húsveggnum. En skyndilega urðu þau Wayne, sem ennþá lá á hnjám, og móð- ir hans, sem stóð yfir honum eins og galdrakind, að miðpunkti, alveg eins og þau stæðu á leiksviði og ljóskösturum væri beint að þeim. Hún æpti til hans skrækri og heiftúðlegri rödd: „Heimskinginn þinn! Bölvaður fyrir- litlegi, forsmánarlegi heimskinginn þinn!“ Hún reiddi hátt til höggs og sló hann á munninn með lófanum, svo að glumdi hátt í. Höfuðið á henni fór nú aftur að tina; hendurnar titruðu og allur kroppurinn skalf. Það var meira að segja skjálfti í röddinni, þegar hún tók aftur til máis. „Þetta eru launin," hvæsti hún milli saman bitinna tannanna. „Þetta eru launin fyrir að hafa fætt þig og alið upp, fyrir að hafa gætt þín og annazt um þig. Á elliárum mínum svíkurðu mig! Skömm sé þér óþokkapiltinum, kvikindinu, sem hefur vatn í æðum C staðinn fyrir blóð. Eg hefði átt að hafa. vit á því að treysta ekki svona fáráð- lingi, græningja og skræfu. Ég hefði átt: að fara að ráðum Rufusar og senda þig burtu, neyða þig til að vera fjarverandi, þangað til allt væri um garð gengið — en ég var sá kjáni að láta móðurhjartað leiða mig í gönur. Farðu burtu!“ æpti hún. „Leitaðu til skækjunnar, sem þú. kvæntist, hennar, sem hefði átt að vera dauð núna í staðinn fyrir aumingja: stúlkuna, sem lét lífið saklaus. Hún stal þér frá mér og gerði mig að ör- kumlamanni! Ég vildi hana feiga — en-. hún lifir, og láttu hana nú reyna að- bjarga þér! Láttu hana reyna! Hún. vinnur þig aldrei, því ennþá verðurðu að reikna með mér. Ö nei, ég er ekki búin ennþá! Sonur minn getur sent: aldraða móður sína í rafmagnsstólinn, en hún fer þangað ekki einsömul! Ég á eftir að skýra yfirvöldunum frá ýmsu um Rufus og dauðdaga hans og hvaðæ þátt sonur minn á í honum. Það skal áreiðanlega látið uppskátt, að hann sparkaði aumingja varnarlausa karlgrey- inu niður í kjallarann. Minn föngulegi,. hjartalausi sonur! Þú með þín heimsku- legu brögð. Færa aumingja gamla mann- inn í kvenmannsföt og klippa sundur símaleiðslurnar! Barnaskapur! Láttu nú þessa fínu hjartadömu þína reyna að bjarga þínu einskisverða lífi!“ Hún þagnaði tál þess að kasta mæð- inni, og Bergen notaði þögnina til þess. JANÚAR, 1955 5T

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.