Heimilisritið - 01.01.1955, Side 62

Heimilisritið - 01.01.1955, Side 62
% var ekki alveg með á nótunum. Eckli fussaði hneykslaður. „Hlustaðu nú á! Þetta átti að líta út cins og það væri gert að utanaðkomandi manneskju, eins og þú skilur! En það átti líka að líta út fyrir að vera him- ncsk sæla og sátt og samlyndi á heim- ilinu. Ef það hefði nokkur tíma vitn- azt, að Linda vildi losna við þau og hefði sagt þeim það, þá--------þá yrði allt upp í loft.“ Það var talsverð vitglóra í því, sem hann sagði. Hefði Linda verið búin að tala við lögfræðing og látið í veðri vaka, að hún vildi segja sig úr tengslum við Taylor-ættina, myndu þau aldrei hafa þorað að snerta við henni. Ástæðan hefði verið alltof augljóst mál. Nei, þau fóru flatt á því, að við Daisy skyldum vera um nóttina, en þetta var eina tæki- færi þeirra, þau gátu þess vegna ekki beðið. „Jæja,“ sagði Eddi, „þau gerðu lag- leg axarsköft. Það sýnir bara, hvaða vitleysa það er, að flaustra hlutunum af í einhverju óðagoti. En ég held, að sá gamli hafi gert fyrstu skyssuna, þeg- ar hann varð hræddur og henti kerta- stjakanum út í sundhylinn, eftir að hann hafði gert út af við Lindu •—- nei, Daisy. Hvaða þýðingu hafði það svo sem?“ „Og svo,“ sagði ég, „hljóp hann aft- ur á sig með því að koma aftur.“ „Já, þú segir nokkuð. Nú ertu með á nótunum kunningi! Og það er víst þess vegna, sem fauk í mútter og hún náði í Wayne. Þannig hefur legið í málinu.“ „Þú heldur þá ekki, að Wayne hafi verið með í þessu frá upphafi?" „Hann? Nei, áreiðanlega ekki!“ Það var þungur fyrirlitningartónn í rödd Edda. „Bjáninn sá hefði ekki haft bein í nefinu til þess. Þar að auki hefði hann aldrei fengizt til þess að leggja lag sitt við þann gamla. Þeir hömðust alltaf. Sjáðu til,“ sagði hann. „Mamma gift- ist honum bara til þess að erta Wayne. Ég hef heyrt hana segja það við hanrt, við Wayne, meina ég. Hún sagði, að það væri honum að kenna, því að hann væri alltaf úti að eltast við stelpur, svo að hún yrði að sitja ein heima.“ „Það er svo,“ sagði ég. „Já. Og mikið lifandi skelfing hataði hún Lindu! Ég man alltaf þegar hún henti sér út um gluggann. Við átmm að halda, að það hefði verið Linda, sem kastaði henni út um hann. Og svo vældi hún yfir því á eftir, að það hefði verið Linda, sem he'fði gert hana að ör- kumlamanni! Fari það kolað!“ Ég bölvaði hraustlega. „Nú, en eins og ég sagði gerðu þau lagleg axarsköft," hélt Eddi áfram. „Sko, ef ég hefði bruggað eitthvað svona lagað . . .“ „Jerímías!" „Hvað er að?“ „Ekki neitt.“ „Og heyrðu nú. Mér dettur eitt í hug. Ef ég hefði ekki verið, þá væri Linda kannske dauð núna. Hefurðu nokkurn tíma hugsað út í það?“ spurði Eddi. Það hafði ég raunar ekki gert, en ég játaði það ekki fyrir honum. Þar að auki áleit ég, að ég ætti talsverðan þátt í því, að Linda hefði ekki verið í svefn- herberginu sínu um nóttina. „Jú,“ sagði Eddi, „ef ég hefði ekki leikið svona á Daisy, þá væri höfuðið á Lindu kannske . . .“ „Haltu þér saman!“ hrópaði ég. „En er það ekki rétt?“ Ég sagði ekki neitt. „Mér finnst nú að leitun sé á ann- 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.