Heimilisritið - 01.01.1955, Page 65

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 65
hvaða meðul ég notaði. Hann átti að tala hreint út úr pokanum við hana. Annars hefði allt lent í hund og kött. Ég þurfti vitaskuld að tefla þeim hvoru gegn öðru. Elskan mín eina, þú ert svo ósköp einfeldningslegur!" „Ja,“ sagði ég. „En þú varst vonandi að gera þér upp?“ „Ástin mín eina og bezta!“ Meira þurfti hún ekki að segja. Ég sagði henni aftur, hvað hún væri indæl, og ég meinti það líka. Og svo sendi hún mig inn til þess að fara í hrein föt. Ég var ekki lengi að því. Linda stóð fyrir utan húsið og starði út í rökkrið. Ég gekk til hennar og la^ði handlegginn um axlir hennar. „Þú angar af hreinlæti," sagði hún og lyktaði af mér. „Eins og smástrák- ur, sem hefur farið í laugardagsbaðið." „Ég þakka,“ sagði ég. „Áf hverju ertu komin í náttkjól?" „Hann er það eina, sem ég á og hef. Allt hitt er uppi í þessu hræðilega svefn- herbergi." Við stóðum lengi og horfðum á skuggana lengjast og myrkjast. „Ég brasaði svolítinn bita handa okk- ur,“ sagði Linda að lokum. „Það var príma. Hvar hefurðu það? Eg er nefnilega banhungraður,” sagði ég' , „Það er á bakka frammi í eldhúsi." Ég fór inn eftir því. Linda hafði til- búið borð á svölunum, þar sem ég gat látið bakkann. Við borðuðum, og mat- unnn smakkaðist alveg ágætlega. „Mér dettur eitt í hug,“ sagði ég. „Hvað er það?“ „Við skulum hlusta á svohtla rnúsik," lagði ég til. Ég labbaði inn í dagstofuna og fann plötualbúm Cole Porters og lét plöt- urnar í fóninn. Svo gekk ég út til Lindu og settist á flísarnar við fætur hennar og hallaði mér upn að hnjám hennar, svo að hún gat strokið mér um hárið. „Nú óhreinkarðu einar hvítar buxur í viðbót,“ sagði hún. „Og skítt með það,“ sagði ég. Tunglið kom upp bak við háu, dimmu trén, og plötuspilarinn byrjaði á Night and Day. „Hvenær eigum við að giftast? “ spurði ég. „Eins fljótt og það er hægt.“ Hún lét .fingurna renna gegnum hár mér. „Það ætti víst ekki að vera vont fyr- ir þig að selja verzlunina þína,“ áleit ég' • „Viltu, að ég selji hana?“ „Auðvitað.“ „Til þess að ég geti notað allan minn tíma til að stjana við þig?“ „Vitaskuld.“ „Ég sé dl.“ „Athugaðu það, að þú færð nóg að gera við hússtörf, sokkastopp og upp- þvott,“ aðvaraði ég hana. „Ég hefði yndi af því,“ fullyrti hún. Við sátum og hlustuðum á músikina. Við þurftum alls ekki að tala. Tungl- ið var komið alveg upp yfir trén, hékk þar, fölleitt, svalt og dásamlegt. Músik- in þagnaði. Ekkert hljóð rauf þögnina, nema einhvers staðar í fjarlægð heyrð- ist í gauk. Og loftið var milt og hreint. „Ástin mín?“ sagði Linda allt í einu. „Já, hvað?“ „Hvað eigum við að gera við Edda?“ spurði hún. „Guð í himmnum!" „Já, ég hafði næstum þvf gleymt hon-- um.“ „Hvað eigum við eiginlega að gera við hann?“ JANÚAR, 1955 63

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.