Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 25

Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 25
haldið þannig óíram til lengdar. Á laugardagskvöldið, þegar hann og Beth fóru á dansleik, sem haldinn var í góðgerðarskyni á gistihúsinu, kom hann skyndi- lega auga á Kay með einum ungu mananna, sem hún hafði meira eða minna vanrækt hans vegna. Osjálfrátt stirðnaði hann upp, og Beth, sem hann var að dansa við, sagði rólega: ,,Hún er heillandi í kvöld." John leit snögglega á hana. ,,Hver?" „Litla dýfinga-mærin þín. Sú, sem þú ert með, þegar ég sef." ,,Hvaðan hefur þú það?" spurði hann og leiddi hana út úr saln- um. Beth yppti öxlum. „Ja, það er sennilega sjötta skilningarvitið konunnar. Það gerir ekkert til. Reyndar erum við ekkert bundin hvort öðru. Ég kom hingað af sjálfsdáðun." Hann spurði lágt: „Sérðu eftir að hafa komið hingað?" „Ég veit það ekki," svaraði hún kæruleysislega. John fékk sting í hjartað. „Við höfum átt svo yndislegar stundir saman." „Eg er ekkert sérlega eftirsókn- arverð," hé!t hún áfram, eins og hún heyrði ekki til hans. „Ósköp hversdagsleg og dálítið sérvitur stúlka." Varir hennar titruðu. „Alls ekki eins og hún." „Og því er ég feginn," sagði John með sannfæringu. Það heyrðist fótatak og lágvær hlátur að baki þeirra. Það var Kay og Jélagi hennar. „Gott kvöld John. Já, þú þekkir Bob Henderson? Heyrið þið, þetta þarna inni er heldur dauft fyrir minn smekk. Faðir Bobs heldur heljarmikið samkvæmi um borð í lystisnekkjunni sinni í kvöld. Hvað segið þið um, að við færum þangað öll fjögur?" Glaðværðin meðal gestanna gestanna fimmtíu var þegar kom- in á allhátt sig, þegar þau komu. Urvals kúbönsk hljómsveit lék á dekkinu, hvítklæddir þjónar hlupu um og helltu kampavrni í glösin undir marglitum ljósum, og eng- inn virtist veita John og Beth, sem hæversklega drógu sig í hlé, minnstu athygli. Beth hallaði sér upp að borð- stokknum og dreypti varlega á ' kampavínsglasinu sínu. „Svona lifa þá þeir ríku,” sagði Beth háðslega og bætti við, þegar Kay í sama mund kom til þeirra í sundbol: „Jæja, ætlið þér að fá yður dýfu?" „Já, eruð þér með?” spurði Kay. „Þér getið fengið lánaðan sundbol hjá mér." „Ó, takk!" sagði Beth. „Svo ÁGÚST. 1956 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.