Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 50

Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 50
og kcálaði: „Mamma, mamma, þú ert komin heim! Við höfum sakn- að þín svo!" Hún fleygði sér í fang Goldy, en ég kippti henni burt. Ég gat ekki þolað, að dóttir Elinóru snerti þessa lauslótu, glötuðu konu. Sara mótmælti: „Mamma er komin, og mig langar að sýna henni nýja reiðhjólið mitt." „Nei," sagði ég hvasst. Hún leit á mig ringluð. „Farðu og leiktu þér við tvíburana," sagði ég. Hún hlýddi og hljóp út. Ég fór út og gekk lengi, senni- lega fimm klukkutíma. Þegar ég kom heim, var slökkt í húsinu, og ég fór upp í svefnherbergið. Goldy var þar, sat hreyfingar- laus á rúminu, þar sem ég hafði fyrst sofið hjá Elinóru, síðan Fijá henni. Andlit hennar var þrútið af ' gráti, en ég gat ekki hamið reiði mína. „Skjátan þín!" Ég sló hana fast í andlitið. „Þú v.erður aldrei annað en skjáta. Þú hleypur burt með nýjum manni, í hvert sinn sem lostinn grípur þig. Ég ætla ekki að láta þig ata mín böm út í þínum óþverra. Hypjaðu þig út!" Ég togaði hana á fætur og hún stóð þarna í þunnum náttkjóln- um, skjálfandi og snöktandi. „Rektu mig ekki burt, Davíð," bað hún. „Taktu ekki börnin frá mér. Þú þarfnast mín. Þið þarfnist mín öll. Ég elska þig. Hjálpaðu mér, Davíð. Rektu mig ekki burt, eins og mamma gerði. Hjálpaðu mér, gerðu það, Davíð." „Hjálpa þér!" Ég gat ekki horft á hana. Ég fór inn í herbergi drengjanna og lagði mig þar á legubekk. En þegar ég fór að hugsa, gerði ég mér ýmislegt ljóst. Goldy hafði hjálpað mér, þegar þörf mín var mest. Ég hafði þegið hjálp henn- ar, og hugsað einungis um minn hag. Ég hafði þegið hana, neitað að sjá sannleikann, en talið sjálf- um mér trú um, að hún gerði þetta af því, að hún elskaði mgi. Ég hafði þegið allt, sem hún gerði fyrir mig, án þess að hugsa nokk- urntíma um að hjálpa henni. Ég heyrði rödd hennar í eyrum mér. „Hjálpaðu mér, Davíð. Rektu mig ekki burt, eins og mamma gerði. Hjálpaðu mér." Og allt í einu, af því ég fann, að ég var ekki þess megnugur að hjálpa henni einn, féll ég á kné og baðst fyrir. Ég undraðist hversu mér létti. Ég stóð upp og fór inn í svefnher- bergið. Goldy stóð þar enn, og tár runnu niður kinnar hennar. „Hvað ætlar þú að gera?" spurði hún. Ég tók hana blíðlega í faðm mér. „Ég ætla að biðja fyrir þér," sagði ég. 48 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.