Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 5
á yður og ég vil yður vel, og þess vegna finn ég kjark til að segja yður frá því, að fólk talar mikið um yður! Þér vitið án efa hvað ég á við!' En hvers vegna? Þessar tvær ungu manneskjur höfðu ekki brotið neitt af sér. Það eina, sem var að, var að hún var fögur ung stúlka og hann var læknir. Ung- ur læknir í litlum bæ, þar sem kjaftasögur voru helzta skemmt- unin í bæjarlífinu. Og það eru ekki svo fáir, sem hafa þá hjákátlegu skoðun, að imnusta læknis eigi að vera gamaldags og ráðsett og íhalds- söm í klæðaburði, og eigi alls ekki að hitta sinn útvalda nema yfir tebolla hjá gamalli frænku. Það var einn góðvinur minn, ungur, starfandi læknir, sem lenti í þessum slæma vanda. Hann hefði getað farið eftir þeirri að- vörun, sem hann fékk og kvatt ungu stúlkuna, eða þá að hann hefði getað sagt kjaftakerlingun- um að fara norður og niður og misst þannig hóp af slúðurkerl- ingum sem sjúklinga sína. En hann gerði hvorugt. Hann giftist stúlkunni og öllum til mestu undrunar, varð hún fyrirmynd- ar lækniskona. Það er ekki auðvelt fyrir ung- an og ástfanginn lækni að vera búsettur í smábæ úti á landi. Hann getur alls ekki leyft sér að’ koma fram á sama hátt og aðrir ungir og ástfangnir menn. Hann: verður að sætta sig við það að sjúklingar hans hafa brennandi áhuga á ástarævintýrum hans, og við þessu er í rauninni ekkert að segja. Ástalíf læknís er vissulega at- riði sem varðar almenning, því að sjúklingar, og þá einkum kon- ur, vilja vita það með vissu, að sá maður, sem þær sýna fyllsta traust í alvarlegustu málum lífs- ins, sé hafinn yfir allar efasemdir í einkalífinu. Að öðrum kosti myndu sjúklingarnir ekki treysta honum sem lækni. Þegar ég var sjálfur ungur að- stoðarlæknir hjá fullorðnum lækni í bæ einum úti á landi, sem hafði mjög mikið að gera, gerði ég mér fyllilega ljóst, að það var helzta umræðuefnið á biðstofunni, ef einhver hafði séð mig úti með ungri stúlku úr bænum. Hálf feimnisiega sögðu ungar konur við mig: ,,Við sáum yður í gærkvöldi!" Og ég roðnaði og spurði yfir- lætislega: ,,Og hvað gerði ég af mér?" Slíkar konur svöruðu sjaldnast þessari spurningu, en ég fanrr. hvernig reiðin sauð í þeim og égr vissi gjörla, að þeim fannst ég hafa komið hræðilega fram. ÁGÚST. 1956 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.