Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 29
BRIDGE
ÞÁTTUR
S: 87
H: 63
T: K9
L: Á987643
S: D G 109 S: 63 2
H: G 8 4 H: D 10 9 5 2
~r V A p
T: 10532 T: 64
L: Gio * L: D 5 2
S: ÁK54
H: Á K 7
T: Á D G 8 7
L: K
Spil þetta kom fyrir í tvímennings-
keppni. — Suður var gjafari og allir á
hættusvæði. Suður vakti með tveimur
tiglum, Norður sagði þrjú lauf, Suður
þrjá spaða, Norður fjögur lauf. Suður
spurði um ása með fjórum gröndum,
Norður sagði fimm tigla, Suður fimm
grönd, Norður sagði sex tigla. Sú sögn
var víða spiluð og unnin. Þó verður því
ekki neitað, að freistandi er að reyna
heldur gröndin í slíkri stigakeppni, því
vel getur hugsazt að Norður hafi einnig
eina drottningu, og þá standa tólf slag-
ir og jafnvel þrettán. Þetta var reynt á
einu borðinu. Vestur lét út spaðadrottn-
ingu, Suður tók með ás, tók síðan lauf-
kóng, tigulkóng og laufás og gaf hjarta
í hann. Næst tók hann fjóra slagi á tig-
ul, en Vestur hélt dauðahaldi í spaðann,
þannig að hann fékk að lokum tvo slagi
á hann, en sögnin tapaðist. — Það sem
fyrst og fremst er ástæða til að gera at-
hugasemd við, er ekki sögnin, heldur
það að henni er ekki fylgt eftir á við-
cigandi hátt. Ur því komið er í grand-
slemmu, skiptir ekki meginmáli hvort
sögnin tapast með einum eða tveimur
slögum, ef verulegir vinningsmöguleik-
ar skapast við það að hætta einum slag
Eftir að Suður hefur tekið með spaða-
ás og laufkóng átti hann að freista þess
að komast tvisvar inn í borðið á tigul
(með því að svína níunni) og freista
þess að laufin væru tvö og þrjú hjá and-
stæðingnum. Þetta hefði heppnast í
þessu tilfelli, og er burt séð frá því bezti
mögulcikinn, sem fyrir hendi var. Auk
þess cr þess að gæta, að þegar mönn-
um heppnast svona möguleikar í
keppni, fá þeir fyrir það verðugt hrós,
og verða miklir bæði í sínum eigin og
annara augum.
Bridgeþraut
S: K93
H: K
T:K G 6
L: ÁG
S: DG8
H: D 9
T: D 9 5 2
S
N
V A
L:—
S: 6
H: Á86
T: 8
L: D 9 8 5
S: 74
H: G 7
T: 7
L: K763
Grand. — S á útspil —- N-S fá 8 slagL
ÁGÚST. 1956
27