Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 6
ÞAÐ ERU gerðar ótrúlega háar
siðferðiskröíur til ungs læknis, og
það er tæpast neitt, sem hann
gerir, sem ekki veldur hneikslun.
Hann má ekki fara út með
tveimur stúlkum sama mánuð-
inn, því að annars er slúðrað um
það, að „hann sé á eftir öllum
ungum stúlkum í borginni."
Hann má heldur ekki láta sjá
sig mjög oft á veitingastöðum
bæjarins, því að þá er undir eins
sagt að hann drekki eins og
svampur, þó að hann hafi ekki
fengið sér nema eitt ölglas.
Hann má ekki ganga almenn-
ingsgarðinn með ungri stúlku fyrr
en þau eru búin að setja upp
hringana, því að öðrum kosti
myndu allir kalla hann hrein-
asta kvennabósa.
Þegar læknir giftir sig, velur
hann næstum alltaf konu, sem
hæfir stöðu hans í þjóðfélaginu.
Það er varla hægt að segja að
þetta sé „rómantískt", en það er
staðreynd, að flestir rmgir læknar
myndu ekki láta sér til hugar
koma að giftast ungri stúlku, sem
hefur ekki áhuga á öðru en
skemmtanalífinu og vill helzt fara
út að skemmta sér á hverju
kvöldi.
Eðlisávísun hans segir honum,
ctð hann verður að kjósa sér unga
stúlku með heilbrigða skynsemi
og skapgerð. Hann verður að
velja sér stúlku, sem ekki verður
óð og uppvæg þótt hringt sé um
miðja nótt og sagt að læknirinn
verði að koma til sjúklings, sem
sé að deyja — jafnvel þó að í
ljós komi, að sjúkdómstilfellið sé
í rauninni hreint ekki svo alvar-
legt. Hann verður að velja sér
konuu, sem er hæf til þess að
vera eiginkona læknis. Það er
ófrávíkjanleg krafa vegna stöðu
hans.
f smábæ lendir ungur læknir
oft í einstökum vandræðum, þeg-
ar hann verður ástfanginn. Ef
hann er eini læknirinn í bænum,
hlýtur sú stúlka, sem hann fellir
hug til, einnig að vera einn af
sjúklingum hans. Og þá verður
hann að vera alveg einstaklega
varkár.
Áður en hann lætur sér detta
í hug að fara á fjörumar við
hana, verður hann að vera viss
um það fyrirfram, að hún endur-
gjaldi tilfinningar hans. Hann má
ekki gera sér von um að vinna
ástir hennar með því að biðla
sterkt og lengi til hennar. Sá
læknir, sem reyndi að ná ástum
ungrar stúlku, sem hvorki vill sjá
hann eða heyra, er nálægt því
að ramba á barmi glötunar.
Jafnvel þó að hann njóti trausts
og trúnaðar kvensjúklings, er
læknirinn samt sem áður á mjög
hálum ís. Það getur hver og einn
4
HEIMILISRITIÐ