Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 26
syndum við nokkrct kílómetra út!
Og í kafi til baka, er það ekki?
Svo förum við öll saman inn á
einhverja hafnarknæpu og látum
tattóvera okkur. Það er einmitt
það, sem mér skilst vera vel-
heppnað kvöld."
Kay hrukkaði ennið. „Mér heyr-
ist þér ekki vera sérstaklega upp-
lagðar. En hvað segir þú John?"
Hún brosti ögrandi til hans.
John leit niður í dökkt vatnið.
Það var kuldagjóstur og hrollur
fór um hann. „Ja . .."
Beth hló. „Auðvitað. Slíkt æfin-
týri lætur John ekki ganga sér úr
greipum, Kay. Hann verður að
reyna allt; hann er fæddur ofur-
hugi. Þér ættuð t. d. að sjá hann
ryðjast gegnum veitingasal mett-
aðan af reyk. Hetja allra tímal"
John beit á vörina. Síðan sagði
hann rólega; „Eg vil gjama
synda smá sprett með þér, Kay.
Kuldahrollurinn -— hann á nú við
okkur."
Kay kinkaði kolli með dular-
fullt bros á vör, en Beth fölnaði
upp.
„Þér er ekki alvara, John. Við
erum langt úti á hafi, það er nið-
dimm nótt og hundakuldi og þú
hefur sjálfur sagt mér, að þú sért
enginn æfður sundmaður."
„Þvaður," sagði hann stuttur í
spuna. „Ég kem strax, Kay."
Hann hryllti við köldu vatninu,
svo hann náði varla andanum,
en hann reyndi þó að komast upp
að hliðinni á Kay, sem synti burt
frá honum með hraustlegum, létt-
um tökum. Hljómlistin og raddir-
ar heyrðust úr fjarska og hann
gat rétt aðeins rétt grillt í hvíta
sundhettu hennar gegnum myrkr-
ið.
„Hvað er orðið af þér?" hróp-
aði hún óþolinmóð.
Hann ætlaði að svara, „við
skulum snúa við", en tennurnar
glömmðu svo í munninum á hon-
um, að hann kom ekki upp orði.
Hann átti nóg með að halda sér
upp úr vatninu. Honum virtist
ástandið stöðugt óraunverulegra,
eins og vondur draumur, en hann
hélt áfram með ofurmætti ör-
vinglunarinnar. Að síðustu gat
hann ekki meira, og næst þegar
hún sneri sér við tihþess að líta
eftir honum, stundi hann upp:
„Ég held, að ég syndi til baka."
„Allt í íagi!" svaraði hún. „Ég
kem rétt strax."
Þau voru komin lengra burt
frá bátnum, en hann hafði ætlað,
og þegar hann varð þess var, að
vindur og straumur voru skyndi-
lega beint í fangið á honum, varð
hann gripinn ofsahræðslu. Hon-
um fannst hann aleinn í heimin-
um og hélt, að sín hinzta stund
væri runnin upp. Honum var ís-
kalt og limirnar voru þungir af
24
HEIMILISRITIÐ