Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 14

Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 14
Samt sem áður gladdi það mig mjög, þegar ég var beðin um að skrifa þessa grein um hann, því að það veitir mér tækifæri til þess að segja almenningi frá því, hvernig hann er, en ekki eins og dagblöðin halda fram að hann sé. Eftir þessu tækifæri hef ég beðið i mörg ár. VEGNA AFREKA hans sem tennisleikari, er hann þekktur meðal almennings, og þar sem þau afrek hafa orðið til þess að ég hef verið beðin um að skrifa þessa grein, er ekki fjarri lagi að byrja á því að tala trm þau afrek. Ástæðan til þess að Kurt varð tennisleikari er sú, að faðir hans, W. E. Nielsen verkfræðingur — sem lék í landsliði Danmerkur í knattspymu í þrettán ár — óskaði eftir því, að Kurt gerðist tennis- leikari. Enda þótt faðir hans hefði mikið dálæti á knattspymunni og vildi gjaman að sonur hans fet- aði í fótspor hans á knattspymu- vellinum, hafði faðir hans enn meira dálæti á tennisleik, og hafði verið mikill áhugamaður um tennis árum saman. Faðir hans vildi því að Kurt lærði tennis, og það var kjörorð hans, að ef mað- ur byrjaði að læra eitthvað, yrði maður að læra það til fyllstu hlít- ar. Þess vegna veitti hann Kurt öll hugsanleg tækifæri til þess að verða fyrsta ílokks tennisleikari. Fyrst í stað lék hann sjálfur á móti Kurt, en síðar meir sá hann um að Kurt fékk að leika við aðra, og árangurinn af þessari viðleitni hans varð sá, að Kurt varð bezti tennisleikari Danmerkur. Enda þótt faðir hans gæti ekki lengur æft með Kurt, hélt hann áfram að fylgjast með honum og aðstoða hann, og niðurstaðan varð sú, að Kurt varð bezti tennis- leikari, sem Danmörk hefur nokkru sinni alið. ÞEGAR VIÐ tökum tillit til þess mikla erfiðis, sem hggur að baki þessu, er auðvelt að skilja það, að líf Kurts, og þá einnig mitt líf, hefur snúizt mestmegnis um tenn- is, sem Kurt elskar. I fyrsta lagi hefur Kurt nú náð þeirri aðstöðu í íþrótt sinni, sem hann vill ógjam- an missa, og í öðru lagi vill hann verða ennþá betri, ef það er hægt. Ég held að allri þeirri gagnrýni, sem getur beinzt gegn miklum íþróttamanni, hafi verið beint gegn honum fyrr og síðar, og ég er einnig þeirrar skoðunar, að næstum öll sú gagnrýni hafi ekki verið á rökum reist. Ef við lítum yfir það, sem Kurt hefur verið gagnrýndur fyrir, kom- umst við fljótt að þeirri niðurstöðu, að mest af því er vanhugsað, 12 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.