Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 17
legt að lenda í rifrildi við hann,
því að honum finnst það rangt
að rífast. Þetta kemur mér stund-
um úr jafnvægi þegar ég hef
reiðst illa, en mér tekst ekki að
fá hann til þess að standa í ill-
deilum, og niðurstaðan er sú, að
við rífumst aldrei heima.
KURT HEFUR breytt fyrirætlun-
um sínum um framtíðina frá því
að við kynntumst fyrst. Hann var
þá byrjaður að lesa undir verk-
fræðipróf, en þar sem hann eyddi
öllum stundum í tennisleik og ein-
beitti sér ekki að námi, ákvað
hann að hætta náminu og fékk
sér atvinnu. Honum líkar ágæt-
lega við vinnu sína, því að hún
veitir honum tækifæri til þess að
afla sér lífsviðurværis, tækifæri til
þess að ferðast og iðka tennis, og
tækifæri til þess að kynnast verzl-
un og viðskiptum. Það kann að
vera, að hann sé ekki nógu oft
við í fyrirtækinu til þess að það
hafði nógu mikið gagn af honura,
en ég get sagt með sanni, að
hann gerir sitt ýtrasta til þess að
eiga kaup sitt skilið. Við megum
ekki gleyma því, að allan þann
tíma, sem aðrir ungir menn nota
til þess að búa sig undir embættis-
próf eða fagpróf, hefur Kurt notað
til þess að gera sig færari í tennis-
leik, og því verður ekki neitað,
að hann heíur af þeim sökum ekki
haft nægilega mikinn tíma til þess
að mennta sig.
Hann lætur þetta sig þó engu
skipta, því að hann segir sjálfur,
að allt, sem hann hafi lært á ferð-
um sínum erlendis, hafi hann
aldrei getað iært í Danmörku.
Auk þess var hann bráðþroska
og það gerði honum auðveldara
en mörgum öðrum, að vera fljót-
ur að læra, og að skilningur hans
og ábyrgðartilfinning er ríkari hjá
honum en flestum öðrum.
Kurt talar ensku ágæta vel,
þýzku og frönsku sæmilega, og
hann er vanur að tala þessi
tungumál við útlendinga. Hann
lítur sjálfur svo á, að það sé mjög
mikilvægt í viðskiptaheiminum nú
á dögum. Hann er vanur að tala
við fólk úr öllum stéttum, hann á
hægt með að halda ræður, og
hann reynir að læra sem mest
hann getur af umhverfi sínu.
ÞAÐ HEFUR oft verið sagt, að
Kurt væri mesti montrass, en ég
get með góðri samvizku sagt', að
það er ósatt. Það er enginn jafn
lítillátur og minna upp með sér
af sigrum sínum en einmitt hann.
Þeir eru margir, sem kalla það
mont hjá Kurt, sem er ekki annað
en sjálfsöryggi. Hann er þeirrar
skoðunar, að ef hann vinni nógu
einbeittur að því að leysa eitt-
hvert verkefni, þá muni honum
ÁGÚST. 1956
15