Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 43
hingað til að útbúa morgunverð."
En ég vissi, að Jói ■ fór alltaf á
fætur klukkan fjögur til að fiska,
og það bróst ekki, að Lolla tæki
til morgunverð fyrir hann. Þau
myndu vita, hvað Goldy hefði
gert og þykkjast af því, einkum
af því Barba vissi um það. Þegar
ég sá Lollu Camdall daginn eftir,
vissi ég, að það versta hafði skeð,
og að þau myndu aldrei gleyma
því, sem Goldy hafði gert, eftir
að þau höfðu boðið henni að gista
hjá þeim. Crandallhjónin höfðu
verið góðir vinir mínir mjög lengi,
og Lolla hafði verið bezta vinkona
Elinóru. En eftir þetta myndi aldrei
verða um nána vináttu að ræða.
Eg veit nú, að það hefði verið
bstra að kvænast Goldy strax,
hvað sem fólk hefði sagt, því það
hefði aldrei getað sagt meira, en
það gerði nú þegar.
Elinóra dó í janúar, en þegar
leið á sumarið, vissi ég, að það
gerði einungis illt verra að fresta
brúðkaupinu. Eg sagði sjálfum
mér, að allt myndi verða í bezta
lagi, þegar við værum einu sinni
giít, þegar Goldy ætti mann til að
scfa hjá hverja nótt.
MÓÐIR Goldy var nú gift fjórða -
manni sínum, að nafni Rondell.
Þau komu til okkar og buðu öll-
um vinum mínum og fjölmörgum
vinum Goldy í ýmsum borgum,
þar sem hún hafði verið. Ég
stríddi henni á því, að hún bauð
svo mörgum karlmönnum, en
hún svaraði hreykin: „Ég vil
gjarnan, að þeir viti allir, að ég
hef fundið mann, senvelskar mig,
og ætla í raun og veru að gift-
ast mér." Og hún kyssti mig svo
blíðlega, að ég hugsaði ekki
meira um þetta einkennilega svar
hennar.
Hjónavígslan fór fram með
mikilli viðhöfn í kirkjunni þcmg-
að sem börnin fóru í sunnudags-
skóla. Goldy vildi endilega hafa
mikilfenglegt kirkjubrúðkaup.
Sara og tvíburarnir voru okkur til
aðstoðar, og Jana trítlaði inn gólf-
ið með frú Gates í sæti á fremsta
bekk.
Kirkjan var full af vinum okkar,
vinum Elinóru — fólki, sem mundi
vel, að það hafði komið hingað
fyrir aðeins tíu mánuðum til að
fylgja Elinóru til grafar. Svo sá
ég Goldy koma inn kirkjugólfið í
fallegum ljósbláum kjól, ljómandi
af hamingju. Ég fann til auðmýkt-
ar og þakklætis gagnvart henni
— það gladdi mig, að brúðkaup
okkar skyldi vera svo mikilvægt
fyrir hana. Ég hugsaði, hve dá-
samleg hún væri að vera svona
ásfangin af manni, sem var tíu
árum eldri en hún.
Rondellhjónin höfðu leigt dans-
sal gistihússins fyrir veizluna og
ÁGÚST. 1956
41