Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 22
þjóta gegnum loftið eins og lýs-
andi ör. Löðrið steig upp eins og
glitrandi- fossfall um leið og hún
rauf yfirborðið og hvarf undir
vatnið. Andartaki síðar skaut
henni upp aftur og hún synti með
sterkum, rólegum sundtökum að
bakkanum. Hún hristi höfuðið
þóttalega. Þetta var í fyrsta sinn,
sem hann hafði séð aðra en bað-
verði gistihússins stökkva af háa
brettinu, sem aðeins var notað
við sýningar, og það hafði verið
eitthvað bíræfið við fífldirfsku
ungu stúlkunnar — eitthvað, sem
kom honum til að finnast hann
gamall, þó hann væri ekki nema
tuttugu og fimm ára.
Stúlkan skellti upp úr, þegar
hún sá undrunarsvipinn á andliti
Johns og gekk frjálsmannlega í
áttina til hans. ,,Það skemmtileg-
asta, sem ég veit, er að stinga
mér í kalt vatnið," sagði hún, og
hann sá nú, að hún var mjög
fögur í nærsýn. „Viljið þér ekki
reyna? Komið þér með!" Hann
kynnti sig dálítið óframfærinn.
„Nafn mitt er John Cummings.
Lögfræðingur.''
„Ég heiti Kay Baines," svaraði
hún. „Ég bý ekki hér á gistihús-
inu. Ég leigði mér bara klefa til
þess að reyna stökkbrettið."
„Þá eruð þér ef til vill dóttir
Everet Baines?" spurði John.
Baines var þekktur húsameistari,
20
sem byggt hafði heilmörg há-
nýtízkuleg milljónera-lystihús við
Palm Beach. Hann var einnig
kunnur fyrir sinn taumlausa
skapofsa, konur sínar, sem allar
voru yngri en hann og tilhneig-
ingu sína til áfengisdrykkju.
Hún kinkaði stuttarlega kolli
og hélt áfram: „En þér lítið bara
alls ekki út fyrir að vera lögfræð-
ingur. Það er eitthvað við það,
hvernig eyrun á yður sitja, sem
segir mér, að þér hljótið að hafa
annaðhvort listamanns- eða æfin-
týrablóð í æðunum."
John hló. Þetta var þó glettin
stúlka! Þau fóru að rabba saman
og það endaði með því, að Kay
gat narrað hann alla leið upp á
brettið. Það var ennþá hærra en
hann hafði haldið. Hann hélt sér
dauðahaldi í veikbyggða rimlana
og þorði varla að líta niður.
Ósjálfrátt rétti hann út hendina til
þess að halda aftur af Kay, en
hún var þegar stokkin. Löðrið reis
upp eins og gosbrunnur, þegar
hún snerti vatnsflötinn.
Skömmu seinna skaut hún upp
kollinum á ný og veifaði til hans.
„Jæja, komið þér nú!"
John fann sjálfur, að hann var
aumlegur ásýndum. An þess að
gera sér fyrirætlanir sínar ljósar,
dró hann djúpt inn andann og
kastaði sér út í tómið í bága við
alla heilbrigða skynsemi. Það
HEIMILISRITIÐ