Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 27
þreytu. Þetta var eins og að
vinna í stigmyllu, þar sem manni
miðar ekkert áfram. Hann lokaði
augunum og beit á jaxlinn. Hann
vissi ekki sjálfur, hve lengi hann
hafði verið í vatninu né hvernig
það hafði atvikazt, að hann
skömmu síðar stóð aftur á þilfar-
inu. Sú eina, sem veitti honum
athygli, var Beth, sem rétti hon-
um sjóðheitt rommtoddy.
„Drektu þetta," sagði hún stutt
í spuna. ,,Og komdu þér svo í
fötin. Nei, snertu mig ekki," bætti
hún reiðilega við, þegar hann
ætlaði að taka í hendina á henni.
,,Hvað er að?" spurði hann
dapur. ,,Eg skil ekki ..." -
,,Nei, það skilur þú ekki!" Augu
hennar skutu gneistum. ,,Þú
skilur ekki, hvað það gildir að
sjá þann, sem manni þykir vænt
um, hverfa og eiga ef til vill aldrei
afturkvæmt. Bara að þú skemmtir
þér vel! Bara að þú getir sýnt,
hvílíkur garpur þú ert."
Nú klifraði Kay upp skipsstig-
ann. Hún reif af sér sundhettuna
og hristi gullið hárið hlæjandi.
„Jæja, John, hvað fannst þér?
Var ekki gaman?"
Hann fann að Beth horfði á
sig og svanjtði þreytulega: „Nei,
ekki vitund." Hann leit áhuga-
laust á hana og hugsaði: háa
brettið, stökkið í kalt vatnið, hraði
og æsing, það er hennar líf — en
það er ekkert fyrir mig. Ég er upp
úr því vaxinn ...
Það var eins og Kay hefði
lesið allar hugsanir hans. Hún
hnykkti til höfðinu og sagði:
„Jæja, ég ætti víst að gá að, hvað
Bob aðhefst. Verið þið sæl."
John andvarpaði eins og hon-
um létti og sveipaði baðkápunni,
sem Beth hafði lagt yfir axlir
hans, að sér. Síðan sagði hann
hægt: „Beth, ég skil ekki sjálfur,
hvað hefur hlaupið í mig síðustu
vikuna, dýfingar og kappakstur
og sund að næturlagi!" Hann
hristi höfuðið. „Slík og þvílíkt er
ekkert fyrir mig. Ég er ekki sú
manntegund. Ég er ..Hann
Hann mundi eftir dálitlu, sem hún
hafði sagt: „Ég er bara ósköp
hversdagslegur, dálítið varkár og
sérvitur maður. Veizt þú hvað?"
Hún leit á hann alvarleg í
bragði: „Nei."
„Við tvö eigum vel saman."
Hún brosti, en það voru tár í
augum hennar. „Þá ert þá ekki
leiðinlegur," hvíslaði húm „Þú
spurðir mig fyrr í kvöld, hvort ég
sæi eftir að hafa komið hingað.
Ég svaraði, að ég vissi það ekki.'
Hann tók hana í fangið og
muldraði með varir sínar við var-
ir hennar: „Veizt þú það núna,
ástin mín?"
Hún svarið ekki. En koss henn-
ar veitt fullnægjandi svar. *
ÁGÚST. 1956
25