Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 55

Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 55
Sú vctr rctunin, ctð þeim höfðu borizt tvær sendingar. Onnur var bréf frá William bróður frú Thom- as, sem var í fríi. Hin var aflangur böggull. Frú Thomas leit undr- andi á merkisspjaldið. Þar stóð að vísu: „Til hr. og frú Curry Thomas, Cape Charles, Virginia," en sendandinn vctr einhver C. F. Thomas, sem hún hafði aldrei heyrt getið um. „Það er sennilega einhver, sem er að hrekkja okkur, sagði mað- ur hennar, þegar hún kom með böggulin. „En það verður gaman að sjá hvað er í honum ..." Hann færði sig undir stýrið, og bílinn hélt áfram. Frúin lagði böggulin í keltu sína og reif upp bréf bróðurs síns. Þegar hún var búin að lesa það, ætlaði hún að opna böggulinn. Eiginmaður hennar stöðvaði bílinn og hjálpaði henni síðan að leysa seglgarnið utan af. Þegar þau höfðu fjarlægt umbúðapapp- írinn, lyfti hcmn lokinu af kassa, sem var innan í. Á sama andar- taki heyrðist smellur, síðan var öllu lokið ..." PÓSTSTJÓRNIN í USA hefur sitt eigið leynilögreglulið. Stuttu síðar fengu þrír leynilögreglu- menn í Washington skipun um að koma samstundis til Cctpe Charles. Þeir komu næsta morg- un og hófu strax rannsóknir. Lík Curry Thomas var flutt í líkhúsið. Og Elsu Thomas, sem lifað hafði tilræðið af, var ekki hægt að yfir- heyra. Það eina, sem þeir höfðu við að styðjast, var tilræðisstað- urinn. Þar fannst eftirfarandi: bútur af tommuþykku stálröri, tætla af brúnum pappa, spotti af jám- þræði, lykkja úr sama efni, nokkrar tréflísar, seglgamsspotti og horn af vörumiða, sem á var ritað: „. .. dio C Battery". Þessir hlutir vom sendir til Washington og Pittsburg og á meðan vísindamennirnir glímdu við að samræma þá og komast á snoðir um, hvaðan þeir væru sprottnir, reyndu leynilögreglu- mennirnir að finna svar við spurningunni um hvaðan vítis- vélin hafði verið send Thomas- hjónunum. Þeir rannsökuðu einkalíf og viðskiptamál hins dauða, en fundu ekki nokkra fótfestu. Thomas hafði almennt verið vel séður, hann átti engin skuggalega ástaræfintýri að baki sér, né heldur átti hann nokkra póli- tíska óvini. Og kona hans? Elsie Thomas var fædd í Carrol Country í Virginia-fylki. Tuttugu ÁGÚST. 1956 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.