Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 23
þaut ofsalega fyrir eyrum hans
nokkrar óendalegar sekúndur, á
meðan hann hrapaði og hrapaði, •
svo lenti hann á vatninu með
dunum og dynkjum, eins og hann
hefði sprengt hljóðhimnurnar og
sökk í grænt, freyðandi vatnið.
Þegar hann kom upp aftur, blind-
aður og hálfdrukknaður, var hún
rétt við hliðina ó. honum.
„Duglegur drengur," sagði hún
hlæjandi. „Þér mynduð tæplega
fá gullpening á Olympíumótinu,
en var það ekki gaman?" —-
Hann var of móður til að geta
svarað. En þó að vatnið væri
kalt, var honum heitt og hann
var léttur í skapi, næstum því
sigri hrósandi. Þegar hann kom í
land, var hún horfin. ...
Hann dreymdi um hana alla
nóttina, og þegar hann vaknaði
næsta morgun, fannst honum
hann vera uppgefinn á sál og
líkama. En hann varð að sjá Kay
aftur. Þegar hann var búinn að
borða, fór hann í sundskýlu og
settist í strandsólinn fyrir neðan
brettið. Hitinn gerði hann syfjað-
anh og hann lokaði augunum.
JOHN VAKNAÐI við að skuggi
féll yfir hann og hann leit inn í
dökk, brosandi stúlkuaugu. Hann
stökk ringlaður á fætur.
„Beth! Ert það virkilega þú?"
Hann roðnaði, þegar honum datt
í hug, að hann hafði næstum því
gleymt því, að hún ætlaði að
koma. Hann hafði verið svo upp-
tekinn af Kay.
Beth hló ánægð. „Ég ætla þó
að vona, að þú hafir saknað mín
dálítið? En hvað þú ert dásam-
lega hraustlegur! En sá litur, sem
maður fær hér ..Hún settist við
hlið hans og fór að segja frá því,
hvernig allt gengi heima í New
York. John hlustaði með kurteis-
legri athygli, en dálítið annars
hugar. Hann meira skynjaði en sá
eitthvað hvítt og gullið nálgast
frá hlið, og hjarta hans tók
skyndilega að slá hraðar. Hann
leit við.
„Þarna kemur Ung stúlka, sem
ég hitti í gær," sagði hann glað-
lega. „Við stukkum satt að segja
af háa brettinu saman."
„Gerðir þú það?" sagði Beth
undrandi. „Hvers vegna?" Hún
stóð upp. „Nú já ..
Útlit Kay veitti fullnægjandi
svar. John kynnti þær tauga-
óstyrkur, og stúlkumar tvær
mældu hvor aðra með augunum.
„Velkomnar til dans pálmanna
og grape-aldinsins," sagði Kay.
„Þar sem ég er næstum því inn-
fædd, ætti ég kannske að gerast
leiðsögumaður yðar, en ég held
satt að segja, að uppáhaldsnæt-
urklúbbarnir mínir séu ekkert
fyrir yður. Þar er hóflegur gleð-
ÁGÚST. 1956
21